Fara í innihald

Eldheimar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eldheimar í Vestmannaeyjum árið 2014.

Eldheimar eru gosminjasafn í Vestmannaeyjum sem var opnað formlega 23. maí 2014. Það stendur við rætur Eldfells, eldkeilunnar sem myndaðist við gosið, og er byggt utan um hús sem var grafið úr vikri þar sem áður var Gerðisbraut 10. Verkefnið nefndist upphaflega „Pompei norðursins“ og hófst árið 2005,[1] en hugmyndin um að grafa upp hús sem höfðu horfið í gosinu kom fram nokkrum árum fyrr. Um 400 hús og byggingar grófust undir hrauni og vikri í hamförunum.

Nafnið Eldheimar var hluti af stefnu sem var mótuð í safnamálum árið 2007, þar sem byggðasafn Vestmannaeyja fékk heitið Sagnheimar og sædýrasafnið var nefnt Sæheimar. Safnahúsið var hannað af Margréti Kristínu Gunnarsdóttur,[2] en sýningarhönnuður var Axel Hallkell Jóhannesson.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Pompei Norðursins“.„Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2006. Sótt 29. desember 2020.
  2. Stefán Gunnar Sveinsson (16. júní 2012). „Eldheimar rísa í Eyjum“. Morgunblaðið (139).
  3. „Handklæði á baðherberginu í 40 ár“. Rúv.is. 13.5.2013. Sótt 23.1.2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]