El Dorado-sýsla, Kaliforníu
El Dorado-sýsla er sennilega þekktust fyrir gullæðið í Kaliforníu svokallaða 1848. Sagan hefst þegar James Marshall fann gull við Sutter Mill´s í byrjun janúar 1848, þar reis síðar bærinn Coloma. Í kjölfarið var sprenging í fólksfjölda í Kaliforníuríki þar sem innflytjendur komu alls staðar að úr heiminum.
Svæðið er fjallent og afskekkt og árið 2000 bjuggu 156.299 íbúar í sýslunni. Helstu þéttbýlisstaðir eru Placerville (9.610) sem er höfuðstaður sýslunnar, einnig er vert að minnast á South Lake Tahoe og El Dorado Hills.
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
- Opinber vefsíða El Dorado Geymt 2006-02-15 í Wayback Machine