Fara í innihald

Elías Snæland Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elías Snæland Jónsson (8. janúar 1943 – 8. apríl 2022) var íslenskur blaðamaður og rithöfundur.

Elías fæddist 8. janúar 1943 að Skarði í Bjarnafirði, Strandasýslu. Að loknu prófi frá Samvinnuskólanum 1962 stundaði hann nám í skóla norsku verkalýðshreyfingarinnar í Sörmarka í Noregi og hóf störf sem blaðamaður við Sunmöre Arbeideravis í Álasundi vorið 1963. Hann var blaðamaður á Tímanum og Vísi þar sem hann gegndi einnig stöðu ritstjórnarfulltrúa, ritstýrði Nýjum þjóðmálum 1994 – 1996, Tímanum 1981 - 1984, var aðstoðarritstjóri á DV 1984 - 1997 og ritstýrði Degi frá 1997 til 2001.

Fyrsta smásaga hans, „Hvernig skyldi það vera?“, birtist í smásagnasafninu Vertu ekki með svona blá augu árið 1984 en hann hefur einnig fengist við leikritagerð, skrifað handrit að heimildamyndum, gefið út rit almenns eðlis og skrifað skáldsögu fyrir fullorðna.

Elías Snæland hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín.[heimild vantar] Handrit hans Blóðnætur sigraði árið 1989 í samkeppni Stöðvar 2 um handrit að sjónvarpsleikriti. Leikritið Fjörubrot fuglanna var frumsýnt í Borgarleikhúsi ungs fólks í Dresden (Theater Junge Generation) í þýskri þýðingu 1999. Elías hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og bresti 1993 en Návígi á hvalaslóð (1998) var á heiðurslista IBBY samtakanna (International Board on Books for Young People).[1]

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Álfadís og grimmd gullsins            (Hergill)
 • Ævintýri á Ljósanótt                       (Hergill)
 • Rúnagaldur (Runen Thriller)          (Skrudda, Aufbau Verlag)
 • Drekagaldur                                   (Vaka-Helgafell)
 • Valkyrjan                                       (Vaka-Helgafell)
 • Víkingagull                                    (Vaka-Helgafell)
 • Návígi á hvalaslóð                          (Vaka-Helgafell)
 • Töfradalurinn                                (Vaka-Helgafell)
 • Draumar undir gaddavír                 (Vaka-Helgafell)
 • Krókódílar gráta ekki                      (Vaka-Helgafell)
 • Haltu mér fast!                               (Vaka-Helgafell)
 • Brak og brestir                               (Vaka-Helgafell)
 • Davíð og Krókódílarnir                  (Mál og menning)

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • Þyrnirós vaknar                             (Amazon.com, Kindle)
 • Barist við Bókanornina                  (Amazon.com, Kindle)
 • The Blue House on the Coast           (Amazon.com, Kindle)
 • Fjörbrot fuglanna (Vögel im Todeskampf)                        (TJG Dresden) (Hergill)
 • Myrkraverk                                   (RÚV) (Hljóðbók.is)

Fræðirit og sjónvarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

 • Möðruvallahreyfingin Baráttusaga (Hergill)
 • Lýðveldið Ísland 50 ára                  (Lindin)
 • Fyrstir með fréttirnar                      (Frjáls fjölmiðlun)
 • Með sjö sverð á lofti í senn             (Sjónvarpið)
 • Aldarspegill - Undir högg að sækja (Vaka)
 • Aldarspegill - Átök milli stríða       (Vaka)
 • Iceland's Fight for Survival             (ÆSÍ)

Smásögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Eldur himinsins                              (Tímarit Máls og menningar)
 • Lífsins steinn                                 (Mál og menning, smásaga)
 • Hvernig skyldi það vera?                (Mál og menning)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. maí 2017. Sótt 14. júlí 2018.