Eislingen
Skjaldarmerki Eislingen | Lega Eislingen í Þýskalandi |
---|---|
![]() | |
Upplýsingar | |
Sambandsland: | Baden-Württemberg |
Flatarmál: | 16,41 km² |
Mannfjöldi: | 20.364 (31. desember 2010) |
Þéttleiki byggðar: | 1241/km² |
Hæð yfir sjávarmáli: | 336 m |
Vefsíða: | www.eislingen.de |
Eislingen er borg í sambandslandinu Baden-Württemberg í Þýskalandi. Íbúar eru 20 þúsund. Borgin er helst þekkt fyrir margar gamlar byggingar í miðborginni.
Lega[breyta | breyta frumkóða]
Eislingen liggur við ána Fils, rétt austan við Göppingen. Borgirnar eru því sem næst samvaxnar.
Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]
Borgin hét áður Isininga og Ußlingen. Það er dregið af mannanafninu Isino. Fullt heiti borgarinnar í dag er Eislingen an der Fils.