Einkamerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Einkanúmer)
Jump to navigation Jump to search

Einkamerki er tegund númeraplötu bíls eða annars farartækis þar sem greitt hefur verið fyrir svokallað einkanúmeri sem er stafa- eða talnaruna á plötunni; en upphafsstafir eða nöfn eru oft valin.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Einkamerki á íslenskum bifreið og -hjólum og mega vera 2-6 bókstafir eða tölustafir á lengd. Áletrunin má hvorki stangast á við íslenskt málfar né vera líkleg til að særa blygðunarkennd.[1] Einkanúmer voru fyrst gefin út í júní 1996 (fyrstu númerin voru ÍSLAND og RAGNAR)[2] og frá þeim tíma og til febrúar 2000 hafa 1.652 einkanúmer verið gefin út.[2]

Útgáfa einkamerkja hefur aukist stöðugt en fyrsta árið voru gefin út 97 merki, árið 1999 voru gefin út 752 merki,[2] en fjöldi einkanúmera sem pöntuð frá janúar til september 2008 voru 943 talsins. Gjaldur fyrir rétt einkamerkis er 25.000 kr. en við það leggjast 5.200 kr. fyrir framleiðslukostnað og 500 kr. fyrir skráningu á ökutæki.[3]

Oft ágirnast þjófar einkanúmer, en árið 2003 var þremur einkanúmerum stolið á Akureyri.[4] Samkvæmt umboðsmanni Alþingis telur að Umferðarstofu sé ekki er heimilt að taka gjald fyrir það að endurnýja einkanúmer.[5]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. mbl.is: Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
  2. 2,0 2,1 2,2 mbl.is: 1.652 einkamerki á bíla verið gefin út
  3. mbl.is: Einkanúmer enn vinsæl
  4. mbl.is: Stálu einkanúmerum af bílum
  5. mbl.is: Ekki heimilt að innheimta gjald fyrir endurnýjun einkanúmers