Einar Steindórsson
Útlit
Einar Steindórsson | |
---|---|
Fæddur | 20. ágúst 1896 Leira, Grunnavíkurhreppur, Ísland |
Dáinn | 6. febrúar 1982 (85 ára) |
Störf | Framkvæmdarstjóri, oddviti |
Maki | Ólöf Magnúsdóttir (g. 1938; d. 1968) |
Einar Steindórsson (20. ágúst 1896 - 6. febrúar 1982) var íslenskur framkvæmdarstjóri og sveitastjórnarmaður. Hann var framkvæmdarstjóri Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal í rúm 30 ár[1] og oddviti Eyrarhrepps á árunum 1922 til 1925 og aftur frá 1948 til 1966.[2] Árið 1976 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf að atvinnu- og félagsmálum í Hnífsdal og Eyrarhreppi.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal“. Bæjarins besta. 15 október 2003. bls. 11. Sótt 26. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Sjötugur í dag: Einar Steindórsson framkvæmdastjóri, Hnífsdal“. Morgunblaðið. 20 ágúst 1966. bls. 8. Sótt 26. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Einar Steindórsson sæmdur riddarakrossi íslensku Fálkaorðunnar“. Vesturland. 24 janúar 1977. bls. 1, 3. Sótt 26. mars 2025 – gegnum Tímarit.is.