Einar Oddur Kristjánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar Oddur Kristjánsson (EOK)
Fæðingardagur: 26. desember 1942
Fæðingarstaður: Ólafsvík
Dánardagur: 14. júlí 2007
Dánarstaður: Kaldbakur
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Þingsetutímabil
1995-2003 í Vestf. fyrir Sjálfstfl.
2003-2007 í Norðvest. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Einar Oddur Kristjánsson (26. desember 1942 á Flateyri14. júlí 2007 á Kaldbaki) var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestfjarðakjördæmi og síðar Norðvesturkjördæmi frá 1995 til dánardægurs.

Einar Oddur var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf á Flateyri og var enn fremur stjórnarformaður Kambs hf og sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps í rúman áratug. Hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands árin 1989-1992 og var einn helsti lykilmaðurinn í hinni sögufrægu Þjóðarsátt. Eiginkona Einars Odds var Sigrún Gerða Gísladóttir[1] sem lést 22. maí 2018 á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þau áttu þrjú börn, Brynhildur (1973), Kristján Torfi (1977), Teitur Björn (1980).

Einar lést úr hjartaáfalli í fjallgöngu á Kaldbaki.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Mbl.is - Einar Oddur Kristjánsson látinn“. Sótt 15. júlí 2007.
  • „Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður er látinn“. Sótt 21. janúar 2008.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Sigrún Gerða Gísladóttir“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2021.