Fara í innihald

Einært rýgresi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einært rýgresi
Vetrarrýgresi
Vetrarrýgresi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiospermae)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasabálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Lolium
Tegund:
L. multiflorum

Tvínefni
Lolium multiflorum
Lam.

Einært rýgresi (fræðiheiti: Lolium multiflorum) er einær eða sumareinær jurt af grasaætt (Poaceae). Það verður að jafna 100 til 120 sentímetra hátt og hefur öflugt rótarkerfi. Það er mikið notað sem grænfóður og nýtt ýmist til beitar eða sláttar.

Ax sumarrýgresis

Blöð einærs rýgresis eru dökkgræn, flöt og breið. Efra borð blöðkunnar er rifflað en slétt á neðra borði. Þá er hún glansandi og þegar blöðin bærast í vindi virkar stykkið bylgjast. Blaðslíðrið er hárlaust og neðsti hluti þess er rauðleitt. Slíðurhiman er stór, allt að 4 mm á lengd.

Einært rýgresi er axgras, og hvert smáax hefur 10 til 20 blóm. Blómin hafa stutta títu. Í fljótu bragði getur rýgresi líkst húsapunti en helsti munurinn er þó að smáöx rýgresis snúa röð sinni að stráendanum en það gerir húsapuntur ekki.

Einært rýgresi gerir litlar kröfur til jarðvegs og getur gefið góða uppskeru á flestum stöðum þó hún sé auðvitað best í frjósömu landi. Tegundin er mjög þolin en þó helst viðkvæm þurrkum á vorin. Hún er mjög vinsæl vegna þess hve óbrigðul hún er í ræktun, er ódýr og hvað hún gefur mikla og lystuga uppskeru. Endurvöxtur er góður og á bestu ræktunarsvæðum á Íslandi er auðveldlega hægt að fá þrjár uppskerur, t.d. með tvíslætti og svo haustbeit. Þetta er vegna þess hve rýgresi nýtir vaxtartímann betur en önnur túngrös og grænfóðurjurtir. Rýgresi lifir lengi fram eftir hausti og gefur kropp t.d. fyrir .

Einært rýgresi skiptist í tvö afbrigði; sumar- og vetrarrýgresi. Það fyrrnefnda er stundum kallað vestervoldískt rýgresi (var. westervoldicum) en hið síðarnefnda ítalskt rýgresi (var. italicum).

Sumarrýgresi fer fyrr af stað og skríður fyrr. Sé það trassað að slá eða beita verður það lélegra fóður en vetrarafbrigðið. Vaxtartími þess er 60 til 70 dagar og hentar því til miðsumarsbeitar og jafnvel hægt að nýta það snemma náist að sá því snemma.

Vetrarrýgresi hefur vaxtartíma upp á 70 til 100 daga. Það þolir lengri vaxtartíma, t.d. fram á haust og skríður sjaldnar á Íslandi. Það getur gefið endurvöxt fram eftir hausti. Yrki eru ýmist tví- eða fjórlitna.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]