Efnahags- og viðskiptaráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið
Stofnár 2009
Lagt niður 2012
Arftaki Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands

Ráðherra Gylfi Magnússon (2009-2010)

Árni Páll Árnason (2010-2011)[1]
Steingrímur J. Sigfússon (2012)

Ráðuneytisstjóri Jónína S. Lárusdóttir[2]
Fjárveiting 3,3 milljarðar króna (2011)
Staðsetning Sölvhólsgata 7
150 Reykjavík
Vefsíða

Efnahags- og viðskiptaráðuneyti Íslands eða Efnahags- og viðskiptaráðuneytið var eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands frá árinu 2009 til 2012. Æðsti yfirmaður var Efnahags- og viðskiptaráðherra og æðsti embættismaður þess var ráðuneytisstjóri.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið var formlega stofnað 1. október 2009 en Gylfi Magnússon hafði starfað sem Efnahags- og viðskiptaráðherra frá 1. febrúar sama ár.[3] Sameiningu viðskipta- og efnahagsmála kom í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi 2008 þar sem erlendir sérfræðingar á borð við Kaarlo Jännäri ráðlögðu stjórnvöldum að stofna sér ráðuneyti um þessa tvo málaflokka til að vinna úrbætur á íslensku fjármálaeftirliti.

Áður hafði viðskiptaráðuneyti starfað frá 1939 en efnahagsmálum hafði verið dreift á ýmis ráðuneyti. Ein af afleiðingum sameiningar var sú að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands heyrðu fyrst undir sama ráðuneytið sem átti að gera ráðamönnum kleift á að hafa betri yfirsýn yfir efnahagslífið í stað þess að það væri klofið milli mismunandi aðila. Á meðan að ráðuneytið starfaði sá það um endurskoðun regulverks og aðhalds með fjármálastarfsemi, losun gjaldeyrishafta og Icesave-deiluna. Einnig sá ráðuneytið um efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar til hún lauk 26. ágúst 2011.[4]

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands fór ráðuneytið með þau mál er varða:[5]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra“. Sótt 17. september 2010.
  2. „Starfsmenn“. Sótt 4. apríl 2010.
  3. Fréttatilkynning frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, skoðað 25. desember 2014
  4. Sögulegt yfirlit, skoðað 25. desember 2014
  5. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]