Fara í innihald

ESC-stöðugleikakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafræn stöðugleikastýring eða ESC-stöðugleikakerfi (e: Electronic stability control) er tölvustýrt öryggiskerfi í farartækjum sem skynjar minnkandi veggrip (skrans). Þegar ESC skynjar lélegt veggrip bremsar hann sjálfkrafa til að hjálpa farartækinu að fara í þá átt sem ökumaður ætlar sér. Kerfið hemlar sjálfkrafa á hjólin sjálfstætt, til dæmis á ytra framhjól til að minnka yfirstýringu eða innra afturhjól til að minnka undirstýringu. Sum ESC kerfi slá af inngjöfinni þar til full stjórn er komin aftur á stýringu. ESC kerfi eru ekki ætluð til að halda hraða í beygjum eða auka lipurð bílsins heldur minnka líkurnar á að ökumaður missi stjórn á bílnum sérstaklega í hálku.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Grein um stöðugleikastýringu

  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.