Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá EM 1988)

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988, oft nefnd EM 1988, var í áttunda skiptið sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Keppnin er haldin á vegum Knattspyrnusambands Evrópu fjórða hvert ár. Keppnin fór fram í Vestur-Þýskalandi dagana 10. og 25. júní 1988. Keppnina sigruðu Hollendingar í fyrsta skipti en þeir mættu liði Sovétríkjanna í úrslitaleik. Athyglisvert var að engin rauð spjöld litu dagsins ljós í keppninni, engin markalaus jafntefli og aldrei þurfti að grípa til framlengingar.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Auk Vestur-Þjóðverja föluðust Englendingar eftir að halda keppnina auk þess sem þrjár Norðurlandaþjóðir stóðu saman að umsókn. Til að tryggja sér stuðning Austur-Evrópuþjóða féllst Þýska knattspyrnusambandið á að ekki yrði leikið í Vestur-Berlín og vakti sú ákvörðun reiði vestur-þýskra stjórnvalda. Sú ákvörðun dugði til þess að tryggja Vestur-Þjóðverjum góðan meirihluta í UEFA. Til að bæta íbúum Vestur-Berlínar upp þessa ákvörðun var fjögurra landa mót, Vier-Länder-Turnier, haldið í borginni vorið 1988.

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Liðunum 8 var skipt niður í tvo riðla. Tvö efstu liðin fóru áfram úr hvorum riðli.

Riðlakeppni[breyta | breyta frumkóða]

A-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Heimamenn Vestur-Þjóðverja og Ítalir gerðu 1:1 jafntefli í opnunarleiknum og komust bæði áfram upp úr riðlinum. Danir töpuðu öllum sínum leikjum og Spánverjar töpuðu sínum viðureignum gegn toppliðunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Vestur-Þýskaland 3 2 1 0 5 1 +4 5
2 Ítalía 3 2 1 0 4 1 +3 5
3 Spánn 3 1 0 2 3 5 -2 2
4 Danmörk 3 0 0 3 2 7 -5 0
10. júní 1988
Vestur-Þýskaland 1:1 Ítalía Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 62.552
Dómari: Keith Hackett, Englandi
Brehme 55 Mancini 52
11. júní 1988
Danmörk 2:3 Spánn Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 55.707
Dómari: Bep Thomas, Hollandi
Laudrup 24, Povlsen 82 Míchel 5, Butragueño 53, Gordillo 66
14. júní 1988
Vestur-Þýskaland 2:0 Danmörk Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 64.812
Dómari: Bob Valentine, Skotlandi
Klinsmann 10, Thon 85
14. júní 1988
Ítalía 1:0 Spánn Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 47.506
Dómari: Erik Fredriksson, Svíþjóð
Vialli 73
17. júní 1988
Vestur-Þýskaland 2:0 Spánn Ólympíuleikvangurinn, München
Áhorfendur: 63.802
Dómari: Michel Vautrot, Frakklandi
Völler 29, 51
17. júní 1988
Ítalía 2:0 Danmörk Müngersdorfer Stadion, Köln
Áhorfendur: 53.951
Dómari: Bruno Geller, Sviss
Altobelli 67, De Agostini 87

B-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Írska landsliðið fékk óskabyrjun á sínu fyrsta stórmóti þegar lærisveinar Jack Charlton unnu sigur á grönnum sínum Englendingum. Írar gerðu því næst jafntefli gegn Sovétmönnum, sem unnu riðilinn, en töpuðu lokaleiknum gegn heimamönnum Vestur-Þjóðverja sem þar með nældu í hitt sætið í undanúrslitunum. Enska landsliðið olli miklum vonbrigðum og fór heim án stiga.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Sovétríkin 3 2 1 0 5 2 +3 5
2 Holland 3 2 0 1 4 2 +2 4
3 Írland 3 1 1 1 2 2 0 3
4 England 3 0 0 3 2 7 -5 0
12. júní 1988
England 0:1 Írland Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 63.940
Dómari: Paolo Casarin, Ítalíu
Houghton 6
12. júní 1988
Holland 0:1 Sovétríkin Müngersdorfer Stadion, Köln
Áhorfendur: 54.336
Dómari: Dieter Pauly, Vestur-Þýskalandi
Rats 52
15. júní 1988
England 1:3 Holland Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 63.940
Dómari: Paolo Casarin, Ítalíu
Robson 53 Van Basten 44, 71, 75
15. júní 1988
Írland 1:1 Sovétríkin Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 38.308
Dómari: Emilio Soriano Aladrén, Spáni
Whelan 38 Protasov 74
18. júní 1988
England 1:3 Sovétríkin Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 48.335
Dómari: José Rosa dos Santos, Portúgal
Adams 16 Aleinikov 3, Mykhaylychenko 28, Pasulko 73
18. júní 1988
Írland 0:1 Holland Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 64.731
Dómari: Horst Brummeier, Austurríki
Kieft 82

Úrslitakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

21. júní 1988
Vestur-Þýskaland 1:2 Holland Volksparkstadion, Hamburg
Áhorfendur: 56.115
Dómari: Ioan Igna, Rúmeníu
Matthäus 55 (vítasp.) R. Koeman 74 (vítasp.), Van Basten 88
22. júní 1988
Sovétríkin 2:0 Ítalía Neckarstadion, Stuttgart
Áhorfendur: 61.606
Dómari: Alexis Ponnet, Belgíu
Lytovchenko 58, Protasov 62

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

25. júní 1988
Sovétríkin 0:2 Holland Ólympíuleikvangurinn, München
Áhorfendur: 62.770
Dómari: Michel Vautrot, Frakklandi
Gullit 32, Van Basten 54

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Marco van Basten varð markakóngur. 34 mörk voru skoruð í leikjunum fimmtán.

5 mörk
2 mörk

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.