Eðlubani
Eðlubani Tímabil steingervinga: Síðjúratímabilið, fyrir um 155 til 150 milljón árum síðan, (Kimmeridgíum) | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Eðlubaninn ímyndaður af listamanni.
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
†Allosaurus anax Danison, 2024 |
Eðlubani (fræðiheiti: Allosaurus anax) er risaeðlutegund af ættkvísl skolleðla frá Norður-Ameríku á Síðjúratímabilinu.
Saga og flokkun
[breyta | breyta frumkóða]
Eðlubana var lýst árið 1941 af John Willis Stovall, sem uppgötvaði leifar hennar í Oklahoma fylki í Bandaríkjunum árin 1931 og 1932.[1] Hann gaf henni ættkvíslarheitið Saurophagus en það nafn tilheyrði nú þegar ættkvísl fugla.[2] Ættkvíslarheitinu var því breytt árið 1995 í Saurophaganax.
Þegar þangað var komið hafði safnast upp þó nokkuð af efni sem tengt var við tegundina. Árið 2024 tóku Andrew Danison o.fl. fyrir stórann hluta af þessu safni og úrskurðuðu að raunar væri um fleiri en eina tegund að ræða, og að skipta mætti leifunum í skolleðlutegund (eðlubana) og tegund af freyseðluætt. Sökum þess að leifar sem tilheyrðu freyseðlunni uppgötvuðust fyrr en leifar skolleðlunnar héldu þær upprunalegu nafngiftinni Saurophaganax maximus og tillaga lögð fram að gefa eðlubananum nýtt nafn Allosaurus anax.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ray, G.E., 1941, "Big for his day", Natural History 48: 36–39
- ↑ W. Swainson and J. Richardson, 1831, Fauna boreali-americana, or, The zoology of the northern parts of British America: containing descriptions of the objects of natural history collected on the late northern land expeditions under command of Captain Sir John Franklin, R.N. Part 2, Birds, London, J. Murray
- ↑ Danison, Andrew; Wedel, Mathew; Barta, Daniel; Woodward, Holly; Flora, Holley; Lee, Andrew; Snively, Eric (21. desember 2024). „Chimerism in specimens referred to Saurophaganax maximus reveals a new species of Allosaurus (Dinosauria, Theropoda)“. Vertebrate Anatomy Morphology Palaeontology (enska). 12. doi:10.18435/vamp29404. ISSN 2292-1389.