Dreifbýlisvæðing
Útlit

Dreifbýlisvæðing er samfélagsþróun þar sem fjölgar í dreifbýli en fækkar í þéttbýli vegna þess að fólk flytur úr borgum í sveitir eða minni bæi.[1] Andstæða dreifbýlisvæðingar er þéttbýlisvæðing. Dreifbýlisvæðing er eitt af því sem getur leitt til borgarsamdráttar. Ástæður dreifbýlisvæðingar geta verið af ýmsum toga; til dæmis hungursneyð, stríð, náttúruhamfarir, fólksfækkun, hækkun fasteignaverðs, afiðnvæðing og fjarvinna.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þóroddur Bjarnason (2018). „Innfæddir og aðfluttir andskotar: Áhrif uppruna og staðarsamsemdar á búsetuánægju á Norðurlandi“ (PDF). Íslenska þjóðfélagið. 9 (1): 22–44.