Draumaspámaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Draumaspámaður (eða draum(a)maður) var til forna maður sem réð drauma manna og túlkaði framtíðina eftir þeim, annaðhvort til góðs eða ills. Slíkar spár voru stundum nefndar draumspár. Draumaspámenn koma víða fyrir í fornum ritum, t.d. í Biblíunni, og má þar t.d. nefna Jósef í Gamla testamentinu sem réð drauma Faraós, og einnig í Ilíonskviðu, en þar er sagt frá Evrýdamanti sem sagður er vera aldraður draumaspámaður.

Draumaspámenn til forna stunduðu grein sem síðan hefur orðið að draumaráðningum nútímans, þó að engin óslitin eða bein tengsl séu þar á milli. Draumaráðningabækur eru þó kannski gamlar leifar af því sem einu sinni var, og sést best ef litið er í bók eins og Oneirokritíka, sem er gömul grísk draumaráðningabók sem skrifuð var um 200 e.Kr., en höfundur hennar var Artemídoros.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.