Dragá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svarfaðardalsá við Árgerðisbrú skammt frá Dalvík. Áin er dragá sem dregur að sér vatn úr fjöllum og þverdölum Svarfaðardals og Skíðadals.

Dragá er bergvatnsá, sem myndast smám saman þegar yfirborðsvatn í lækjarsytrum leitar sameiginlegs farvegs.

Hiti og vatnsmagn dragáa eru ójöfn og sveiflukennd frá einum tíma til annars og fer það eftir veðráttu. Í rigningartíð og í leysingum eru árnar vatnsmiklar og verða þá stundum mórauðar af framburði. Í þurrkatíð dragast þær saman, rennslið er þá lítið og vatnið er tært. Í hlýindum hitna þær fljótt og verða oft 10-20 gráðu heitar. Í kulda og frostum kólnar vatnið og þær leggur, þ.e. ís myndast á þeim. Ógrónar áreyrar eru víða meðfram dragám og úti í þeim, flóð og vatnavextir koma í veg fyrir að gróður festi þar rætur. Dragár eru einkennandi fyrir blágrýtismyndun Íslands, en finnast ekki í gosbeltum landsins. Dæmi um dragár eru Fnjóská, Andakílsá, Kálfá í Hreppum og Selfljót á Héraði.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.