Doechii
Doechii | |
|---|---|
Doechii árið 2024 | |
| Upplýsingar | |
| Fædd | Jaylah Ji'mya Hickmon 14. ágúst 1998 Tampa, Flórída, BNA |
| Önnur nöfn |
|
| Störf |
|
| Ár virk | 2016–í dag |
| Stefnur | Hipphopp |
| Vefsíða | iamdoechii |
Jaylah Ji'mya Hickmon (f. 14. ágúst 1998), þekkt sem Doechii (/ˈdoʊtʃi/), er bandarískur rappari og lagahöfundur. Hún vakti fyrst athygli á TikTok með laginu „Yucky Blucky Fruitcake“ árið 2020. Hún skrifaði undir samning við útgáfufyrirtækið Top Dawg Entertainment og gaf út smáskífuna „Persuasive“. Árið 2023 komst smáskífan hennar „What It Is (Block Boy)“ á Billboard Hot 100 ásamt Kodak Black.
Breiðskífan hennar Alligator Bites Never Heal (2024) vann flokkinn besta rapplatan á 67. Grammy-verðlaununum, sem gerði hana að þriðju konunni til að vinna þann flokk.
Doechii hefur komið fram á lögum annarra tónlistarmanna, þar á meðal „Anxiety“ með Sleepy Hallow, „Balloon“ með Tyler, the Creator og „I'm His, He's Mine“ með Katy Perry.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Doechii gaf út fyrsta lagið sitt „Girls“ á SoundCloud árið 2016 sem Iamdoechii.[1]
Eitt af fyrstu verkefnunum hennar undir nafninu Doechii, Coven Music Session, Vol. 1, var gefið út árið 2019 og fyrsta stuttskífan hennar, Oh the Places You'll Go, var gefin út árið 2020.[2][3] Í mars 2022 gerði hún samning við Capitol Records og Top Dawg Entertainment. Í sama mánuði gaf hún út „Persuasive“, fyrsta smáskífan hennar með Top Dawg og kom fram á „Trampoline“ með David Guetta og Afrojack.[4]
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
- Coven Music Session, Vol. 1 (2019)
- Oh the Places You'll Go (2020)
- Alligator Bites Never Heal (2024)
Stuttskífur
- Bra-Less (2021)
- She / Her / Black Bitch (2022)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Elibert, Mark (1. mars 2022). „Top Dawg Entertainment Reportedly Signs 2022 HipHopDX Rising Star Doechii“. HipHopDX (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2022. Sótt 25 febrúar 2025.
- ↑ Seabrook III, Robby (20 ágúst 2021). „The Break Presents - Doechii“. XXL (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 2 október 2023. Sótt 25 febrúar 2025.
- ↑ Rindner, Grant (21. mars 2022). „Doechii Is TDE's Newest Musical Maverick“. Nylon (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2022. Sótt 25 febrúar 2025.
- ↑ Guttridge-Hewitt, Martin (8. mars 2022). „David Guetta and Afrojack drop track with Missy Elliott: Listen“. DJ Mag (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2022. Sótt 21 febrúar 2025.