DoS-árás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá DoS árás)

DoS-árás (e. Denial of Service) er netárás sem gerð er á tölvu eða tölvunet í því augnamiði að lama þjónustu og gera ómögulegt fyrir venjulega notendur að nýta sér þjónustuna eins og að trufla og taka úr sambandi vefþjóna.

Dreifð DoS-árás (DDoS) er gerð þannig að upphaf árásar kemur úr mörgum áttum, oft frá þúsundum mismunandi IP talna. Bankar, kreditkortafyrirtæki og stjórnsýsla þjóðríkja sem dæmi eru oft skotspónn slíkra árása. Tilgangur slíkra árása getur meðal annars verið hefnd, fjárkúgun eða aktífismi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.