Fara í innihald

Djöflaskollur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Djöflaskollur
Tímabil steingervinga: Síðjúratímabilið, fyrir um 150 milljón árum síðan, (á Kimmeridgíum)
Hryggjarliðir djöflaskollsins.
Hryggjarliðir djöflaskollsins.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Yfirættbálkur: Risaeðlur (Dinosauria)
Ættbálkur: Eðlungar (Saurischia)
Undirættbálkur: Þrítáungar (Theropoda)
Ætt: Allosauridae
Ættkvísl: †Skolleðlur (Allosaurus)
Tegund:
A. valens

Tvínefni
Allosaurus valens
(Leidy, 1870) Gilmore, 1932
Samheiti

Antrodemus valens Leidy, 1873

Djöflaskollur (fræðiheit: Allosaurus valens) sem einnig hefur gengið undir latneska heitinu Antrodemus valens, var umdeild risaeðla af ættinni Allosauridae sem var uppi í Norður-Ameríku á Síðjúraskeiðinu fyrir um 150 milljónum ára.

Saga og flokkun

[breyta | breyta frumkóða]

Djöflaskollur uppgötvaðist á svipuðum tíma og ættingi sinn skolleðlan árið 1869 af Joseph M. Leidy, og líkt og hún hefur flokkun og nafn hans verið nokkuð breytileg í gegnum tímann. Tegundin hlaut upprunalega nafnið Poekilopleuron valens.[1] Árið 1873 var henni hins vegar lýst á ný og henni gefið nýtt nafn Antrodemus valens til þess að aðgreina hana frá annari tegund af ættkvíslinni Poekilopleuron.[2]

Steingervingafræðingurinn Charles W. Gilmore komst árið 1920 að þeirri niðurstöðu að ekki væri um nógu mörg ólík einkenni til þess að aðskilja ættkvíslirnar Allosaurus og Antrodemus. Því lagði hann fram þá tillögu að endurnefna djöflaskollinn og færa hann í ættkvísl skolleðla. Því er almenn skoðun að djöflaskollurinn sé nefndur Allosaurus valens.[3]

  1. Leidy, Joseph (1870). "Remarks on Poicilopleuron valens, Clidastes intermedius, Leiodon proriger, Baptemys wyomingensis, and Emys stevensonianus". Proceedings of the Academy of Natural Sciences of Philadelphia. 22: 3–4.
  2. Leidy, Joseph (1873). "Contribution to the extinct vertebrate fauna of the western territories". Report of the U.S. Geological Survey of the Territories I: 14–358.
  3. Gilmore, Charles W. (1920). „Osteology of the carnivorous Dinosauria in the United States National Museum, with special reference to the genera Antrodemus (Allosaurus) and Ceratosaurus“. Bulletin of the United States National Museum (enska) (110): i–159. doi:10.5479/si.03629236.110.i.