DOI-númer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Digital object identifier)
Jump to navigation Jump to search
Merki DOI.

DOI-númer (Digital Object Identifier) eru kennimerki fyrir stafræn viðfangsefni sem eru nú víða notuð til þess að auðkenna fræðigreinar og opinber gagnasöfn.

Kerfið byggir á gagnagrunni sem tengir saman kennimerki og vefslóð hlutarins. Ef vefslóðin breytist er gagnagrunnurinn uppfærður, og kennimerkið nær þannig enn að vísa á réttan hlut. Sem dæmi um DOI-númer má taka „10.1000/182“, sem vísar á handbókina um DOI-númer.

DOI-númer er útfærsla á handfangakerfinu, kerfi sem aðrar stofnanir geta einnig nýtt sér. Skemman, rafrænt varðveislusafn háskólasamfélagsins á Íslandi, nýtir sér handfangakerfið og virkar það á sama hátt.

DOI-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2000. Árið 2013 höfðu yfir 85 milljón kennimerki verið gefin út.