Digimon-kvikmyndir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Margar myndir um Digimon komu út í Japan, en birtust nokkrar þeirra ekki í vestræna heiminum.

Digimon Adventure[breyta | breyta frumkóða]

Digimon Adventure kom út í Japan stutt á undan seríu með sama nafnið.

Our War Game![breyta | breyta frumkóða]

Bokura no Wō Gēmu! er tímasett stuttu eftir fyrstu seríunni.

Söguþráður:

Illur digimoni, Diablomon, kemst inn á net bandaríska hersins og skýtur kjarnorkusprengju á Japan. Taichi, Koushiro, Yamato, Takeru og digimona félagar þeirra verða að stöðva hann áður en hún springur. Digimonar Taichis og Yamatos sameinast í Omegamon. Diablomon margfaldast nokkrum þúsund sinnum en þau sigra þó alla á seinustu sekúndunni.

Digimon Hurricane Touchdown!! Supreme Evolution!! The Golden Digimentals[breyta | breyta frumkóða]

Þessi mynd gerist í miðju seríu númer tvö.

Söguþráður:

Taichi, Yamato, Koushiro, Jou, Mimi og Sora hverfa. Takeru og Hikari eru í Bandaríkjunum og hitta þar annan strák, Wallace, með félaga hans Terriermon, en þeir hlaupa undan. Á meðan koma Daisuke, Iori og Miyako einnig til Bandaríkjanna til að finna þau sem hurfu og hitta hin tvö. Wallace eltir eftir digimonanum, Wendimon, sem ræðst alltaf á hann. Seinna hitta Daisuke, Iori og Miyako á Wallace og verða samferða. Að lokum þurfa þau að berjast við Wendimon, sem þróast í Antiramon og svo Cherubimon (myrkur útfærsla). Krakkarnir breytast í smábörn út af krafta Cherubimons og digimonar þeirra verða sigraðir. En þá bætast Takeru og Hikari í hópinn. Digimonar þeirra gefa V-mon, sem er digimoni Daisukes og Terriermon, digimona Wallacear, heilaga krafta sína svo að þau þróast í Magnamon og Rapidmon (gull útfærslu). Þau ná að sigra Cherubimon, er verður að góðum digimona aftur rétt áður en hann breytist í digiegg. Krakkarnir sem hurfu birtast aftur og allt verður til góðs.

Revenge of Diablomon[breyta | breyta frumkóða]

Diaboromon no Gyakushuu - Tímasetningin er nokkuð eftir annarri seríunni.

Söguþráður:

Diablomon er enn á lífi og hefur búið til fullt af Kuramon afkvæmum. Hann sendir Kuramonin til Tókýó með mörgum litlum hliðum í GSM símum, því að sjálfur kemst hann ekki. Daisuke, Ken, Iori og Miyako reyna að safna þeim saman til að senda þá aftur í stafræna heiminn. Á meðan fara Taichi, Yamato, Hikari og Takeru í stafræna heiminn til að takast á við Diablomon sjálfann. Omegamon, Angemon og Angewomon saman tekst að sigra hann, en á sömu stundu sleppa öll Kuramonin, sem eftir eru, á jörðina. Þar sameinast þau öll og verða að Armagemon. Þar berjast þá Omegamon og Imperialdramon (fighter útfærsla) við hann, en þeim mistekst. Omegamon gefur Imerialdramon kraftinn sinn svo að hann breytist í Paladin útfærslu. Honum tekst þannig að buga Armagemon, sem leysist upp í Kuramonin. Með hjálp símanna allra áhorfenda tekst að eyða þeim og voru það endalok Diablomons.

The Adventurers Battle[breyta | breyta frumkóða]

Boukensha Tachi no Tatakai - Þessi mynd er tímasett í miðri þriðju þáttaröðinni.

Söguþráður:

Takato ferðast til Okinawa til að heimsækja frænda sinn, Kai, sem vingast við digimon félaga Takatos, Guilmon og einnig Culumon. Meðan þau leika sér á ströndinni koma þau auga á stelpu úti í sjónum, sem er að flýja frá Tylomon, hákarla digimona. Kai, Takato og Guilmon bjarga henni og í ljós kemur að hún er Minami, dóttir þekkta stafræna gæludýra framleiðandas. Seinna ráðast nokkrir digimonar á þau og út úr tölvu Minami kemur Shiisamon, sem var stafrænt gæludýr hennar, til að bjarga henni. En þó verður henni rænd og félagarnir ásamt Shiisamon reyna að bjarga henni. Föður Minami hefur einnig verið rænt og í ljós kemur að vinnufélagi hans er í raun Mephismon, sem ætlar að finna lækninguna fyrir tölvuvírus, sem hann bjó til og setti inn í stafrænu gæludýrin og eyða henni. Hann bjóst þó ekki við því að Omegamon myndi senda Jenrya, Ruki og félaga þeirra, hinum til hjálpar. Þá tekur Mephismon alla í hluta stafræna heimsins sem hann bjó sjálfur til. Þar berjast digimonarnir við hann. Þegar það virðist að Mephismon væri sigraður þróast hann í Galfmon. Þó tapar hann í lokin. En ekki fyrr en að Shiisamon særist banasári. Í ljós kemur að hann var lækningin og hann eyddi öllum vírusunum þegar hann leystist upp og skildi þar með Minami eftir grátandi.

Runaway Digimon Express[breyta | breyta frumkóða]

Bousou Dejimon Tokkyuu - Nokkrum mánuðum eftir lok þriðju seríunnar tekur þessi mynd við.

Söguþráður:

Krakkarnir eru sameinaðir aftur við digimonana sína og þurfa að stöðva lesta digimona, Locomon, sem fer um alla borgina á teinunum og geta því venjulegar lestir ekki keyrt. Eftir að Growmon mistekst að stöðva Locomon stekkur Takato á lesta digimonann. Ruki og Renamon komast einnig á lestina og saman reyna þau að stöðva hana að innan. En eitthvað heilaþvær Ruki og ræðst hún á hina. Renamon dettur af lestinni og Takato flýr á þakið. Ruki eltir hann og sýnir þar digimoninn sig, er stýrir Ruki. Það er Parasimon, sem reynir að henda Takato af þakinu. En Guilmon, sem komst líka á lestina, leysir Ruki úr álögunum en dettur hún næstum því ofan af lestinni. Takato grípur í hana og á þeirri stundu þróast Locomon í Grand Locomon og eykur hraðann. Í ljós kemur að Parasimon stýrir hann líka og stýra þau í áttina að hliði í stafræna heiminn. Takato og Guilmon breytast saman í Dukemon og drepa Parasimon. En áður en það deyr sendir það eitthvað gegnum hliðið og á næstu augnablikinu koma margir Parasimon úr hliðinu og ráðast á borgina. Ruki og Renamon þróast þá í Sakuyamon og Jenrya og Terriermon, sem bæst hafa í hópinn, í Saint Galgomon. Einnig kemur Justimon, er samanstendur af Ryo og Cyberdramon, til hjálpar. Saman berjast þau gegn Parasimon herinn og þegar Dukemon fer í Crimson útgáfu vinna þau bardagann og eyða Parasimonunum. Locomon leysist úr álögununum og fer aftur í stafræna heiminn. Myndin endar með veislu handa Ruki og lagi, sem hún syngur.

Revival of the Ancient Digimon[breyta | breyta frumkóða]

Revival of the Ancient Digimon eða Kodai Dejimon Fukkatsu - Þessi mynd gerist í miðri fjórðu seríunnar. Hún var frumsýnd 20. júlí 2002 í Japan.

Krakkarnir lenda í bardaga milli mannalíkum digimonum og skepnulíkum digimonum og dreifast í báða hópa. Þau reyna að fá frið milli báða liðana, en illur digimoni, Murmuxmon, hefur aðrar áætlanir.

Ultimate Power! Activate Burst Mode![breyta | breyta frumkóða]

Kyūkyoku Pawā! Bāsuto Mōdo! er fyrsta myndin fyrir fimmtu seríuna. Hún var frumsýnd 9. desember 2006.

Illur digimoni ætlar að svæfa allt mannkynið. Krakkarnir þurfa að komast í kastala hans til að stöðva hann.

Digital Monster X-evolution[breyta | breyta frumkóða]

Myndin Digital Monster X-evolution er byggð á söguþræði Digimon Chronicle en þó eru engin menn í henni. Hún er fyrsta Digimon myndin sem er altölvuteiknuð.

Sagan fjallar um DORUmon, sem fæðst hefur í heim, sem er að nálgast endalokin. Yggdrasil, móðurtölva stafræna heimsins, er farinn að eyða öllum digimonum með hjálp konunglegu riddarana. Hópur uppreisnarmanna reynir að koma í veg fyrir því.

Ameríska myndin[breyta | breyta frumkóða]

Digimon The Movie var birt október 2000 af Fox Kids og 20th Century Fox. Hún samanstendur af fyrstu þremur myndunum, Digimon Adventure, Our War Game og Digimon Hurricane Touchdown!! Supreme Evolution!! The Golden Digimentals, sem voru klipptar og breyttar þannig að söguþráðurinn er ekki sá sami og í upprunalegu myndunum. Margir Digimon aðdáendur voru mjög ósáttir við þessa útgáfu.

Breytingar[breyta | breyta frumkóða]

  • Nöfnum krakkana og suma digimona hefur verið breytt eins og í seríunum.
  • Sumum senum hefur verið klippt úr. Til dæmis þegar faðir Taichis og Hikaris kom drukkinn heim í fyrstu myndinni. Og einnig öllum senum með krökkunum sem hurfu í þriðju myndinni.
  • Söguþræðinum hefur verið breytt þannig að myndirnar passa betra saman. Sem sagt Diablomon og Wendimon voru stýrðir af sama vírus, sem Magnamon og Rapidmon þurftu að eyða.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]