Fara í innihald

Detroit-teknó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Roland TR-909 (efri) og Roland TR-808 (neðri) trommuheilar.
Jeff Mills er einn af þekktari framleiðendum Detroit-teknós.
Robert Hood er einn af þekktari framleiðendum Detroit technos.

Detroit-teknó er raftónlistarstefna sem varð til í Detroit í Michigan í Bandaríkjunum um miðjan 9. áratug 20. aldar. Meðal einkenna Detroit-teknós eru notkun hliðrænna hljóðgervla og eldri gerða trommuheila, svo sem Roland TR-808 og Roland TR-909.

Meðal þekktra Detroit-teknótónlistarmanna má nefna Juan Atkins, Derrick May, Eddie Fowlkes, Kevin Saunderson, Mike Banks, Robert Hood, Jeff Mills, Carl Craig, Kenny Larkin og Stacey Pullen.

Detroit-teknó var frá upphafi undir þó nokkrum áhrifum frá þýsku hljómsveitinni Kraftwerk og frá hústónlist frá Chicago en hefur einnig haft töluverð áhrif á þróun hústónlistar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Skyldar tónlistarstefnur eru meðal annars hústónlist, sýruteknó, minimal techno og annað teknó frá Bandaríkjunum (einkum New York-borg) og Evrópu og trance.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.