Dean Smith (körfubolti)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dean Smith
Upplýsingar
Fullt nafn Dean Edwards Smith
Fæðingardagur 28. febrúar 1931
Fæðingarstaður    Emporia, Kansas, Bandaríkin
Dánardagur    7. febrúar 2015
Dánarstaður    Chapel Hill, Norður-Karólína, Bandaríkin
Háskólaferill
1949–1953 Kansas
Þjálfaraferill
1953–1955
955–1958
1958–1961
1961–1997
Kansas (aðs.)
Air Force (aðs.)
Norður Karólína (aðs.)
Norður Karólína


Dean Edwards Smith (fæddur 28. febrúar 1931 – dáinn 7. febrúar 2015) var bandarískur körfuknattleiksþjálfari. Hann var kallaður „þjálfaragoðsögn“ af Naismith frægðarhöll körfuboltans og þjálfaði í 36 ár við háskólann í Norður-Karólínu í Chapel Hill. Smith þjálfaði í bandaríska háskólakörfuboltanum frá 1961 til 1997 og hætti með 879 sigra, sem var met 1. deild karla í NCAA sem stóð til 2007 þegar það var slegið af Bob Knight. Smith var með níunda hæsta vinningshlutfall allra háskólakörfuboltaþjálfara karla (77,6%).[1] Á meðan hann var þjálfari vann Norður-Karólína tvo NCAA meistaratitla og lék 11 sinnum í undanúrslitum (NCAA Final Four).[2] Árið 1976 þjálfaði Smith lið Bandaríkjanna sem vann gullverðlaun á sumarólympíuleikunum í Montreal. Áður en Smith hóf þjálfun þá lék hann körfubolta við háskólann í Kansas þar sem hann vann NCAA titilinn árið 1952 undir stjórn þjálfarans Phog Allen.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „NCAA stats“. NCAA. NCAA. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. október 2006. Sótt 1. febrúar 2007.
  2. Skúli Sigurðsson (8. febrúar 2015). „Dean Smith fallinn frá 83 ára“. Karfan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2023. Sótt 15. maí 2023.
  3. „Dean Smith Biography“. Hall of Famers. Naismith Memorial Basketball Hall of Fame, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. maí 2007. Sótt 15. maí 2023.