Davíð Janis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Davíð Janis
Upplýsingar
Fæðingardagur 4. febrúar 1946(1946-02-04)
Fæðingarstaður    Súmatra, Indónesía
Dánardagur    12. nóvember 2021 (75 ára)
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland,
Hæð 1.75m
Leikstaða Bakvörður
Háskólaferill
196?–1970 University of Arizona
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1970–1973
1973–197?
197?–1977
1977–197?
KR
ÍS
Fram
KR
Þjálfaraferill
1976–1977 Fram

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 21. júlí 2018.

Davíð Janis (fæddur Anis; 4. febrúar 1946 – 12. nóvember 2021)[1] var íslensk-indóneskur fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann var einn af fyrstu erlendu körfuknattleiksmönnunum hér á landi er hann gekk til liðs við KR árið 1970.[2][3]

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Davíð fæddist og ólst upp á eyjunni Súmötru í Indónesíu.[4]

Körfuboltaerill[breyta | breyta frumkóða]

Davíð lék með unglingalandsliði Indónesíu áður en hann fór til náms við háskólann í Arizona og tók þá upp nafnið David Janis. Árið 1970 fluttist hann með íslenskri konu sinni til Íslands[5] og hóf í kjölfarið að leika með KR.[6] Hann lék með KR í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 og árið 1972 varð hann Reykjavíkurmeistari með félaginu.[7]

Árið 1973 fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og íslenskaði fornafn sitt í Davíð.[5]

Haustið 1973 færði hann sig yfir til ÍS[8] og árið 1974 lék hann með liðinu á Norðurlandamóti háskóla sem fram fór í Reykjavík.[9] Árið 1977 gekk hann aftur til liðs við KR eftir veru í Fram.[10]

Þjálfaraferill[breyta | breyta frumkóða]

Davíð þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Fram veturinn 1976–77 en það var eina tímabilið sem félagið tók þátt í Íslandsmóti kvenna.[11]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Davíð Janis“. Morgunblaðið. 29. nóvember 2021. Sótt 10. janúar 2023.
  2. „KR-ingur frá Indónesíu!“. Vísir. 11. desember 1970. Sótt 21. júlí 2018.
  3. „KR með leynivopnið frá Indónesíu“. Vísir. 10. mars 1970. Sótt 21. júlí 2018.
  4. „Indónesar eru óhræddari við snertingu“. Vísir. 2. desember 1984. Sótt 25. apríl 2019.
  5. 5,0 5,1 „Þorrabakki með sviðum, súrum hval, hrútspungum...“. Dagblaðið Vísir. 19. mars 1983. Sótt 21. júlí 2018.
  6. „Indónesíumaður leikur með KR!“. Tíminn. 7. mars 1970. Sótt 21. júlí 2018.
  7. „KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar“. Morgunblaðið. 20. desember 1972. bls. 20, 31. Sótt 21. júlí 2018.
  8. „Barátta sterkra miðherja“. Alþýðublaðið. 14. nóvember 1973. Sótt 21. júlí 2018.
  9. „Stúdentar leika í Danmörku og Noregi“. Tíminn. 7. febrúar 1974. Sótt 21. júlí 2018.
  10. „Félagaskipti í körfunni“. Vísir. 22. september 1977. Sótt 21. júlí 2018.
  11. Stefán Pálsson (2009). Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár. Knattspyrnufélagið Fram. bls. 239–240. ISBN 978-9979-70-579-6. Sótt 18. október 2020.