Dauður hestur
Útlit
Dauður hestur er breiðskífa hljómsveitarinnar HAM sem kom út eftir að hljómsveitin hafði lagt upp laupana. Platan inniheldur upptökur sem upphaflega voru aðeins ætlaðar fyrir kvikmyndina Sódóma Reykjavík. Í þessum málum sem öðrum fóru Ham liðar yfir strikið og notuðu fjárveitingar frá framleiðendum kvikmyndarinnar til þess að taka upp heila plötu í stað þeirra nokkurra laga sem eru á plötu með kvikmyndatónlist úr Sódómu Reykjavík.
Þessi plata er ólík öðrum plötum Ham fyrir þær sakir að öll lögin eru sungin á ensku. Platan bar einnig heitin Dead Horse, En død hest og Equus Mortuus.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]Platan inniheldur eftirfarandi lög:
- 01 Deathbillies on the run
- 02 Bulldozer
- 03 Party Town (the groove of Hafnir city) (Partýbær)
- 04 Dimitri
- 05 Sodoma Theme
- 06 Manifesto
- 07 Animalia (upprunalega Rapemachine)
- 08 On the run again
- 09 Birth of the marination (Marínering)
- 10 Sanity
- 11 Retrofire