Dauðaholdris
- Titill þessarar greinar hefur verið þýddur frá frumtitlinum Death erection á íslensku án nokkura heimilda og kann að vera rangur
Dauðaholdris á sér stað er karlmaður deyr í stellingu þar sem umtalsvert blóðmagn safnast við mitti hans. Í lifanda lífi sér hjartað um að halda jafnri dreifingu blóðs um líkamann en við dauða stöðvast blóðrásin og blóðmassinn leitar á lægsta þyngdarpunkt líkamans. Ef lega líksins er lóðrétt til dæmis vegna hengingar leitar blóðið fyrst og fremst neðst í fætur sem veldur mikilli útvíkkun á æðum í fótum þar eð blóðmassi líkamans þrýstir niður á við.
Þó mestur blóðþrýstingur sé neðst við fæturna í þessari stöðu myndast einnig umtalsverður þrýstingur við mitti sem veldur holdrisi hjá hinum látna sem stendur — eða jafnvel vex - svo lengi sem búkurinn hangir í stellingu þar sem blóðþyngdin liggur á mittinu.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Death erection“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. febrúar 2013.