Groupe Danone

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Danone)
Verksmiðja Danone í Bieruń í Póllandi.

Groupe Danone (þekkt sem Dannon í Bandaríkjunum) er franskt matvinnslufyrirtæki sem er staðsett í París. Það selur ferskar mjólkurafurðir af öllu tagi og mesta magn af flöskuvatni í heimi. Danone á mörg vörumerki af flöskuvatni, eins og t.d. Evian og Volvic, auk þess matar- og barnamatar-vörumerki eins og Actimel, Activia og Cow & Gate.

Fyrirtækið var stofnað árið 1919 í Barselónu á Spáni. Tíu árum seinna var fyrsta verksmiðjan opnuð í Frakklandi.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.