Dalla Þorvaldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dalla Þorvaldsdóttir (fædd um eða lítið eftir 1000) var biskupsfrú í Skálholti frá 1056. Maður hennar var Ísleifur Gissurarson (1006-1080), fyrsti biskup Íslendinga. Börn Döllu voru a.m.k. þrjú en einn sona hennar var Gissur Ísleifsson annar biskup Íslendinga. Annar sona hennar var Teitur fóstri Ara fróða. Sá þriðji hét Þorvaldur.

Ísleifs þáttur biskups segir frá giftingu Döllu en samkvæmt þættinum var Ísleifur félítill og Þorvaldur faðir Döllu vildi því ekki eiga hann fyrir tengdason. Dalla fékk þó að ráða sjálf og mælti við föður sinn: "Fyrir þat mun ganga, því at ek hefi þá metnaðargirnd at eiga inn bezta manninn ok inn göfgasta soninn með honum, er á Íslandi mun fæðast. Þykkir mér eigi óráðligt at gera eftir þeim."[1]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guðni Jónsson, "Ísleifs þáttr byskups," í Íslendinga sögum. Rafræn útgáfa: http://heimskringla.no/wiki/Ísleifs_þáttr_byskups
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.