Daglegt líf

Daglegt líf eða hversdagslíf er það sem fólk gerir, hugsar og upplifir daglega undir venjulegum kringumstæðum. Daglegt líf er þannig sagt vera hversdagslegt, reglubundið, alvanalegt, eða eðlilegt.[1]
Menn eru dagdýr sem þýðir að flest fólk sefur á nóttunni og vakir á daginn. Í flestum tilvikum borðar fólk tvær til þrjár máltíðir á dag. Hefðbundinn vinnutími (fyrir utan vaktavinnu) felur í sér dagskrá sem hefst á morgnana. Í mörgum samfélögum skapast háannatími þegar fólk fer í og úr vinnu á sama tíma á morgnana og síðdegis. Daglegt líf getur verið mjög ólíkt eftir því hvort fólk er ríkt eða fátækt, í vinnu, námi eða atvinnulaust, og fer líka eftir aldri. Hluti daglegs lífs er frítími utan vinnu, en sá tími fer líka að stórum hluta eftir ákveðinni dagskrá.
Daglegt líf er mikilvægt hugtak í félagsfræði, félagssálfræði, mannfræði, þjóðfræði og menningarfræði.
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Felski, Rita (1999). The Invention of Everyday Life (PDF). London: Lawrence & Wishart. bls. 15–31. ISBN 9780853159018. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 27 nóvember 2014. Sótt 15 nóvember 2014.