Dagdraumar
Dagdraumar eru íslensk samtök óvirkra bindindismanna og hafa verið starfrækt frá árinu 2003.[1] Markmið samtakanna er dægrastytting félagsmanna með tómstundum, greinaskrifum, íþróttum og kvöldvökum. Á vefsíðu samtakanna má lesa greinar eftir félagsmenn, smásögur og fleira.
Íþróttaiðkun
[breyta | breyta frumkóða]Dagdraumar hafa staðið fyrir tveimur opnum mótum í jaðar-krokket (e. Extreme Croquet); árið 2007 við Álfaskeið og árið 2009 á Snæfellsjökli. Bæði var keppt í einstaklings og liðakeppni í þremur mismunandi brautum. Það lið og sá einstaklingur sem vann flesta leiki bar sigur úr bítum og fimm hliða einvígi skar úr milli jafn margra sigra.
Ásakanir um ólöglega drykkjukeppni
[breyta | breyta frumkóða]Á baksíðu Morgunblaðsins þann 23. mars 2007 voru Dagdraumar bendlaðir við drykkukeppnina „So you think you can drink?“ sem haldin var á skemmtistaðnum Pravda. Samtökin neituðu alfarið að tengjast keppninni á nokkurn hátt. Þrátt fyrir að einn meðlimur þeirra hefði gefið sig fram sem skipuleggjandi keppninnar birti Morgunblaðið leiðréttingu þar sem nafn samtakanna var hreinsað af umræddum ásökunum.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Allt um Dagdrauma, Dagdraumar.is Geymt 21 júlí 2018 í Wayback Machine
- ↑ „Dagdraumar koma ekki að drykkjukeppni“ mbl.is
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Dagdrauma Geymt 20 júlí 2018 í Wayback Machine