Dómínóspil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómínóspil

Dómínóspil er spil leikið með kubbum með fjölda punkta á báðum endum. Flestir dómínókubbar eru ekki með fleiri en sex punktum á öðrum enda, en þeir geta stundum verið með fleiri. Dómínókubbar geta verið notaðir í mörgum ólíkum spilum, en tilgangur í dómínóspilinu sjálfu er að setja saman kubba með sama fjölda punkta á annaðhvort öðrum endanum eða hinum. Sá sem nota alla kubbana sína fyrst vinnur.[1]

Kubbar[breyta | breyta frumkóða]

Dómínokubbar eru ílangir og tvisvar sinnum lengri en þeir eru breiðir. Á miðjum hverjum kubbi er lína sem skiptir honum í tvennt og virði hvers enda fer eftir fjölda punkta. Dómínókubbar fást í settum.[2]

Kubbarnir eru nefndir eftir virði punktanna á þeim, t.d. gæti 2-5 eða 5-2 á við um kubb sem er með fjölda tveggja punkta á öðrum enda og fimm punkta á hinum. Kubbar sem eru með sama fjölda punkta á báðum endum heita „tvöfaldir“ kubbar.

Hver kubbur tilheyrir röð, t.d. 0–3 kubbur tilheyrir bæði 0-röðinni og 3-röðinni. Undantekning frá þessu er tvöfaldir kubbar, sem tilheyra sérhópi.[3]

Reglur[breyta | breyta frumkóða]

Þarf að minnsta kosti tvær manneskjur í dómínóspili.

Undirbúningur[breyta | breyta frumkóða]

  • Allir kubbar eru lagðir á borðið með bakhliðinni uppi.
  • Hver leikmaður tekur sér 7 kubba (9 ef aðeins tvær manneskjur taka þátt).

Leikurinn[breyta | breyta frumkóða]

  • Leikmaðurinn sem er með hæsta tvölfalda kubbinn byrjar með því að leggja hann á borðið.
  • Eftir það skiptast leikmenn á að leggja kubba við þá sem eru á borðinu. Virðin á kubbunum verða að vera eins, t.d. má leggja 7-7 kubbur við 7-2 kubb.
  • Má leggja tvöfalda kubba eftir annaðhvort styttri eða lengri hliðinni. Má aðeins liggja nýjan kubb við styttri hlið hina kubbana, en nýjan tvöfaldan kubb má liggja hvernig sem er.
  • Sé maður ekki með kubb sem passar með hinum kubbunum tekur maður nýja kubba þangað til maður sé með gildan kubb.

Vinningur[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrsti leikmaðurinn sem nota alla kubbana sína vinnur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Lo, Andrew. "The Game of Leaves: An Inquiry into the Origin of Chinese Playing Cards," Bulletin of the School of Oriental and African Studies, University of London, Vol. 63, No. 3 (2000): 389-406.
  2. Carlisle, Rodney P. (2. apríl 2009). Encyclopedia of Play in Today's Society (enska). SAGE. ISBN 978-1-4129-6670-2.
  3. „Pink Dominoes“. The Kipling Society (bresk enska). 9. nóvember 2021. Sótt 27. apríl 2023.