Fara í innihald

Díadókarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Díadókarnir börðust um yfirráð yfir veldi Alexanders mikla.

Díadókarnir (gríska: Διάδοχοι Diadokoi „arftakar“[1]) voru herforingjar, ættingjar og vinir Alexanders mikla sem börðust um yfirráð yfir heimsveldinu sem hann skapaði eftir lát hans árið 323 f.Kr. Díadókastríðin marka upphaf helleníska tímans á svæði sem náði frá austanverðu Miðjarðarhafi í vestri að Indusdal í austri.

Eftir styrjaldirnar stóðu fjórir díadókar eftir: Ptólemajos 1. Sóter ríkti yfir Egyptalandi, Antígónos 1. Mónófþalmos ríkti yfir Anatólíu, Kassandros ríkti yfir Makedóníu, og Selevkos 1. Níkator ríkti yfir Babýlóníu. Veldi díadókanna liðu undir lok á 2. og 1. öld f.o.t. þegar Rómaveldi og Parþía lögðu þau undir sig.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Liddell, Henry George; Scott, Robert. „διαδέχομαι“. A Greek-English Lexicon. Perseus Digital Library.