Cushing heilkenni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Cushing heilkenni er sjúkdómur sem orsakast vegna röskunar á magni hormóna í blóðrásinni, nánar til ofgnóttar af hormóninu Cortisol vegna hormónaframleiðandi æxlis eða vegna inntöku glucocorticoid lyfja.

Cushings veiki er annað afbrigði en það orsakast einungis vegna góðkynja æxlis í heiladingli sem framleiðir mikið magn af ACTH sem þar af leiðandi hækkar magn Cortisols í blóðinu.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Einkenni Cushing heilkennis eru þónokkur en hér eru örfá dæmi:

  • Skyndileg þyngdaraukning
  • þynning húðar sem leiðir til marbletta og þurrar húðar.
  • Mikil svitalosun.
  • Viðnám við insúlíni sem leiðir til hás blóðsykurs (hyperglycemia) sem getur svo leitt til sykursýki (diabetes mellitus)
  • Cushings hefur einnig verið þekkt fyrir að hafa áhrif á önnur kerfi innan líkamanns og valda til dæmis svefnleysi, ófrjósemi og minnkaðri kynhvöt.

Meðferð[breyta | breyta frumkóða]

Flest tilfelli Cushings er komin til vegna misnotkunar á sterum og því er meðferð við Cushings að hægt og rólega vinna niður notkun steranna. Ef góðkynja æxli hefur myndast þarf að fjarlæga það með skurðaðgerð, fyrir þá sjúklinga sem skurðaðgerð hentar ekki þá eru til lyf í stað aðgerðar.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.