Kambhveljur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ctenophora)
Jump to navigation Jump to search

Kambhveljur (Ctenophora) líkjast marglyttum en eru lítt skyldar þeim og eru minni. Tegundirnir hér við Ísland líta flestar út eins og kúlur með átta bifháraröðum eftir líkamanum. Bifhárin eru notuð til sunds og sveiflast í takt. Kambhveljur eru rándýr og nota tvær mjóar og langar svipur til að ná í bráð sína, þær éta aðallega krabbaflæ en líka önnur svifdýr, þ.m.t. fisklirfur og aðrar minni kambhveljur.

Ctenophora
Ctenophora-Comb-jelly-Mertensia-ovum-05.jpg
Ctenophora-Comb-jelly-Euplokamis-sp.-02.jpg
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirríki: Eumetazoa
Fylking: Holdýr (Cnidaria)
Flokkur: Hryggleysingjar

Vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Fullþroskuð kambhvelja getur verið frá nokkrum millimetrum upp í allt að 1,5 metra. Aðeins 100 - 150 tegundir hafa fundist.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

https://vistey.is/is/aerir-hryggleysingjar/kambhveljurogpilormar

https://en.wikipedia.org/wiki/Ctenophora