Coral
Útlit
Coral er rokkhljómsveit frá Reykjavík. Hljómsveitin kom fyrst saman í Hljómskálanum við Reykjavíkurtjörn í janúar 2000. Coral áttu lagið „Sex Dwarf“ sem kom fram í myndinni Gemsar. Þeir gáfu út stuttskífu árið 2002 sem var samnefnd hljómsveitinni en er betur þekkt undir nafninu Gula platan. Af þessari plötu fékk lagið „Big Bang“ mikla útvarpsspilun.[heimild vantar] Einnig voru gerð myndbönd við þrjú lög af stuttskífunni: „Sex Dwarf“, „Big Bang“ og „Arthur“. Undir lok ársins 2007 kom síðan út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar The Perpetual Motion Picture.
Árið 2011 kom út önnur breiðskífa Coral, Leopard Songs
Meðlimir
- Gunnar Jónsson - gítar og söngur
- Steinar Guðjónsson - gítar
- Andrés A. Hlynsson - bassi
- Þorvaldur Kári Ingveldarson - trommur
Tenglar
- Coral á Rokk.is (lög og myndbönd).