Conii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Conii-ættbálkurinn bjó þar sem nú er Algarve í suðurhluta Portúgal. Aðalborg Conii-manna var Conistorgis sem var lögð í eyði af Lúsitaníumönnum sem þannig hefndu fyrir stuðning íbúanna við Rómverja meðan þeir réðu yfir Íberíuskaganum.

Mismunandi kenningar eru uppi um uppruna Conii-ættbálksins. Sumir telja þá Föníkumenn en aðrir að þeir hafi verið af keltneskum uppruna.