Columbia-fljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af fljótinu og helstu þverám.
Fiskastigi í fljótinu.
Bonneville-stíflan í Oregon.
Gufuskip á fljótinu árið 1901.

Columbia-fljót (enska: Columbia River) er mest fljóta á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku. Upptök þess eru í Klettafjöllum Bresku Kólumbíu í Kanada. Á leið sinni til Kyrrahafs fer fljótið í gegnum Washingtonfylki og Oregonfylki Bandaríkjanna og myndar fylkismörk þeirra. Fljótið er um 2000 kílómetra langt. Stærsta þverá þess er Snáksfljót (Snake River) sem á vatnasvið sitt í sjö fylkjum Bandaríkjanna. Fljótið er fjórða vatnsmesta fljót Bandaríkjanna og í því hafa verið reistar 14 virkjanir. Meira en 44% allrar vatnsorku í Bandaríkjunum eru framleidd í Columbia-fljóti og þverám þess. Columbia-fljót hefur verið notað sem samgönguleið í margar aldir.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Columbia River“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. feb. 2017.