Clyde
Útlit

Clyde (gelíska: Abhainn Chluaidh) er á í Skotlandi. Hún er önnur lengsta á landsins (eftir Tay), 170 km löng [1], og sú áttunda lengsta í Bretlandi. Clyde rennur í gegnum borgina Glasgow og tæmist vestur af henni í Clyde-fjörð. Skipaiðnaður var mikilvægur við fljótið frá því snemma á 18. öld og fram á miðja 20. öld.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Glasgow history Britannica