Fara í innihald

Clemens von Pirquet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Clemens von Pirquet árið 1906.

Clemens Peter Freiherr von Pirquet (12. maí 1874 – 28. febrúar 1929) var austurrískur vísindamaður og barnalæknir, einkum þekktur fyrir framlög sín til bakteríufræði og ónæmisfræði. Bróðir hans, Guido, var einnig merkur vísindamaður, verkfræðingur og eldflaugafræðingur sem á stóran gíg á tunglinu nefndan eftir sér.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Pirquet var fæddur í Vín. Hann lagði stund á nám í guðfræði við háskólann í Innsbruck og heimspeki við kaþólska háskólann í Leuven áður en hann skráði sig til náms við háskólann í Graz þar sem hann útskrifaðist árið 1900 með læknispróf. Hann hóf þá störf sem barnalæknir í Vín.

Árið 1906 tók hann eftir að sjúklingar sem áður höfðu fengið sprautu af bólusetningu gegn hlaupabólu sýndu skjótari og verri viðbragð við annari eins sprautu. Hann varð fyrstur til að skilgreina ofnæmi ónæmisfræðilega og bjó til alþjóðlega orðið fyrir ofnæmi „allergie“ ásamt Bela Schick. Orðið bjó hann til úr grísku orðunum allos sem merkir „annað“ og ergon sem merkir áhrif eða viðbragð.

Skömmu eftir uppgötvunina um hlaupabóluna áttaði Pirquet sig á að túberkúlín, sem Robert Koch hafði einangrað út frá bakteríum sem orsaka berklaveiki árið 1890, gæti valdið álíka viðbrögðum. Charles Mantoux greip þessar athuganir Pirquet og bjó til svonefnt Mantoux-próf, þar sem túberkúlíni er sprautað inn í húðina. Þetta varð að greiningarprófi fyrir berklaveiki árið 1907.

Árið 1909 afþakkaði Pirquet stöðu hjá Pasteur-stofnuninni í París til að taka við prófessorstöðu við Johns Hopkins-háskóla. Rúmu ári síðar árið 1910 kom hann til baka til Evrópu til að taka við störfum í Breslau og síðar Vín.

Þann 28 febrúar 1929 frömdu Clemens von Pirquet og eiginkona hans sjálfsmorð með inntöku blásýru.