Chuck (sjónvarpsþáttur) (5. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Chuck er bandarískur hasar- og gamanþáttur. Sýningar á fimmtu þáttaröðinni hófust þann 28. október 2011 og lauk 27. janúar 2012. Þættirnir eru 13 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Fimmta þáttaröðin er síðasta þáttaröðin af Chuck.

Aðalhlutverk[breyta | breyta frumkóða]

  • Zachary Levi sem Charles "Chuck" Bartowski
  • Yvonne Strahovski sem Sarah Bartowski
  • Joshua Gomez sem Morgan Grimes
  • Ryan McPartlin sem Dr. Devon "Captain Awesome" Woodcomb
  • Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker
  • Vik Sahay sem Lester Patel
  • Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes
  • Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor "Ellie" Woodcomb
  • Adam Baldwin sem John Casey

Aukahlutverk[breyta | breyta frumkóða]

  • Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi
  • Mekenna Melvin sem Alex McHugh
  • Carrie-Anne Moss sem Gertrude Verbanski
  • Angus Macfayden sem Nicholas Quinn
  • Richard Burgi sem Clyde Decker
  • Linda Hamilton sem Mary Bartowski
  • Brandon Routh sem Daniel Shaw

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the Zoom 28. október 2011 79 – 501

Chuck og Sarah Bartowski hafa stofnað njósnafyrirtækið Carmichael Industries og vinna sem frjálsstarfandi njósnarar. Morgan er núna nýja Intersect-manneskjan og þegar Morgan er valinn fram yfir Chuck í verkefni byrjar hann að sakna þess að hafa Intersect-tölvuna. Fyrirtæki Chucks er ráðið til að stöðva Roger Bale (Craig Kilborn), hættulegann mann sem stelur leyndarmálum frá skúrkum. Á meðan reynir Chuck að kaupa draumahús fyrir sig og Söruh og Clyde Decker heldur áfram elta uppi Chuck og vini hans.

- Mark Hamill leikur skúrk í upphafi þáttarins.

Höfundar: Chris Fedak & Nicholas Wootton, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Bearded Bandit 4. nóvember 2011 80 – 502

Karl Sneijder (Jeff Fahey), hættulegur demantasali, ræður Charmichael Industries til að bjarga bróður sínum, Wesley (Justin Hartley). Chuck á að kenna Morgan að lifa venjulegu lífi með Intersect-tölvuna og Gertrude Verbanski, forstjóri Verbanski Corp - aðalkeppinaut Charmichael Industries, býður Söruh starfstilboð. Big Mike fær Captain Awesome að gera auglýsingu fyrir Buy More.

Höfundar: Lauren LeFranc & Rafe Judkins, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the Frosted Tips 11. nóvember 2011 81 – 503

Persónuleiki Morgans gjörbreytist: hann byrjar að vinna hjá Verbanski Corp, litar á sér hárið og hættir með Alex. Chuck, Sarah og Casey komast að því að nýja Intersect-tölvan var hönnuð til að eyða persónuleika Chucks. Devon þarf að passa Clöru en veit ekki hvernig hann á að eyða tímanum. Sarah hjálpar Casey með samband sitt við Gertrude Verbanski.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Paul Marks

Chuck Versus the Business Trip 18. nóvember 2011 82 – 504

Þegar persónuleiki Morgans breyttist út af Intersect-tölvunni sagði hann of mörgum frá henni og hefur CIA gefið drápsskipun á Morgan. Beckman fjarlægir Intersect-tölvuna úr Morgan en Decker réð launmorðingjann Viper og er hann í dulargervi á starfsmannaráðsstefnu Buy More. Jeff er núna gjörbreytt manneskja eftir að hann fór eftir læknisráðum Devons.

Höfundur: Kristin Newman, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Hack Off 9. desember 2011 83 – 505

Þegar Decker stingur Casey í fangelsi fær hann Chuck og Söruh að finna tölvuvírus. Gertrude Verbanski, sem vill ólm fá Casey lausann, aðstoðar þau. Á meðan í fangelsi þarf Casey að þola Lester sem hefur verið handtekinn fyrir morðtilraun.

- Danny Pudi leikur „afleysingarmann“ Lesters.

Höfundur: Craig DiGregorio, Leikstjóri: Zachary Levi

Chuck Versus the Curse 16. desember 2011 84 – 506

Eftir að Gertrude Verbanski freslar Casey úr fangelsi og myrðir Decker, þurfa Chuck, Sarah og Casey að hverfa og þurfa að komast að því hvaða hópur innan ríkisstjórnarinnar vilji kenna þeim um tölvuvírusinn. Á meðan telur CIA-fulltrúinn Robin Cunnings (Rebecca Romijn) að Ellie og Devon séu Chuck og Sarah þegar þau panta borð undir nafni Chucks.

Höfundur: Alex Katsnelson, Leikstjóri: Michael Schultz

Chuck Versus the Santa Suit 23. desember 2011 85 – 507

Tölvuvírusinn sem Cunnings hlóð upp hefur sýkt öll tölvukerfi í heiminum og opnar fangaklefa Daniels Shaw (Brandon Routh). Shaw kemst inn í Kastalann og handsamar Söruh og neyðir Chuck að ná í tæki fyrir sig sem virkir vírusinn. Morgan fær Jeff og Lester að stöðva vírusinn. Á meðan undirbúa Ellie og Devon sig fyrir jólaboð.

- Stan Lee leikur sjálfan sig.

Höfundur: Amanda Kate Shuman, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Baby 30. desember 2011 86 – 508

Sarah neyðist til að hitta gamla CIA-umsjónarfulltrúann sinn, Kieran Ryker (Tim DeKay), vegna verkefnis úr fortíðinni sinni og gæti komið móðir hennar (Cheryl Ladd) í hættu. Chuck vill ólmur vita hver sagan er á bakvið það en Sarah neitar að segja honum. Morgan býður Ellie, Devon og Alex í spilakvöld í Kastalanum og Woodcomb-hjónin reyna að bjarga sambandi Morgans og Alex.

- Tony Todd leikur Langston Graham.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Matt Barber

Chuck Versus the Kept Man 6. janúar 2012 87 – 509

Gertrude Verbanski ræður þjónustu Charmichael Industries til að aðstoða sig með verkefni í Miami og vonast til að getað þróað samband sitt við Casey. Chuck ákveður nýtt slagorð Charmichael Industries - „umhyggja“. Morgan þarf að villa um fyrir Jeff og Lester sem eru komnir of nálægt leyndarmáli Chucks.

- Jim Tavaré leikur skúrk í upphafi þáttarins

Höfundar: Craig DiGregorio & Phil Klemmer, Leikstjóri: Fred Toye

Chuck Versus Bo 13. janúar 2012 88 – 510

Chuck og Sarah ákveða að hætta sem njósnarar til að stofna fjölskyldu en eitt lokaverkefni kemur upp úr fortíð Morgans undir áhrifum gölluðu Intersect-tölvunnar en þau þurfa aðstoð Elliear til að láta Morgan muna hvað gerðist. Gengið þarf svo að kljást við fyrrum CIA-fulltrúann Nicholas Quinn sem ætlar sér að verða nýja Intersect-manneskjan. Jeff og Lester vakna minnislausir og ákveða að halda áfram með rannsókn sína á leyndarmáli Chucks.

- Bo Derek leikur sjálfa sig.

Höfundur: Kristin Newman, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus the Bullet Train 20. janúar 2012 89 – 511

Quinn hefur handsamað Chuck og vill að hann geri við Intersect-tölvuna og fer með hann á leynilegan stað í Tókíó í nýju hraðlestinni (Bullet Train). Sarah sem hefur hlaðið í sig sömu Intersect-tölvu og Morgan reynir að bjarga honum ásamt Casey. Morgan, Ellie og Devon reyna að komast að því hvað olli persónuleikabreytingunum í Morgan svo að það sama gerist ekki fyrir Söruh.

Höfundur: Nicholas Wootton, Leikstjóri: Buzz Feitshans IV

Chuck Versus Sarah 27. janúar 2012 90 – 512

Quinn hefur eytt minningum Söruh og ráðið hana til þess að drepa Chuck. Ellie og Devon eru boðin störf hjá spítala í Chicago. Chuck ákveður að ná síðustu útgáfunni af Intersect-tölvunni (Intersect 3.0) og eyða henni.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Jay Chandrasekhar

Chuck Versus the Goodbye 27. janúar 2012 91 – 513

Sarah trúir að hún og Chuck hafi verið í sambandi en ber ekki sömu tilfinningar til Chucks og ætlar ná Quinn og endurheimta líf sitt. Chuck fer með henni og reynir að láta hana falla aftur fyrir sér. Quinn er nú með Intersect-gleraugun en vantar búnað til að lagfæra gagnagrunninn.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill