Fara í innihald

Charles Rollin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Titilsíða Histoire Romaine eftir Charles Rollin frá 1741.

Charles Rollin (30. janúar 166113. september 1741) var franskur sagnfræðingur. Hann var sonur iðnaðarmanns en fékk styrk til náms í Collége du Plessis þar sem hann lagði stund á guðfræði en tók ekki prestsvígslu. Tuttugu og tveggja ára gamall fékk hann stöðu við háskólann og 1687 stöðu kennara í mælskufræði. 1684 varð hann rektor við Parísarháskóla.

Hann var jansenisti sem kostaði hann rektorsstöðuna og kom í veg fyrir að hann fengi inngöngu í Frönsku akademíuna. Hann mótmælti páfabullunni Unigenitus opinberlega.

Þekktustu verk Rollins eru verk um fornöldina sem hann gaf út á efri árum; Histoire ancienne des Égyptiens, des Carthaginois, des Assyriens, des Babyloniens, des Mèdes et des Perses, des Macédoniens, des Grecs sem kom út 1730-1738 og Histoire romaine depuis la fondation de Rome jusqu’à la bataille d’Actium sem kom út 1741.