Celeste (tölvuleikur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjámynd úr tölvuleiknum Celeste

Celeste er tölvuleikur þróaður af Maddy Thorson og Noel Berry. Leikurinn kom út árið 2018, hann er pallaleikur þar sem spilari stýrir leikmanni sem er stúlkan Madeline sem er á klifra upp á fjall en verður að forðast ýmsar dauðagildur á leiðinni. Madeline getur hoppað og klifrað í takmarkaðan tíma í einu og getur á meðan hún er á lofti hreyfst í átta áttir. Þessi loftköst getur hún aðeins tekið einu sinni nema að hlaða aftur með því að lenda á jörðu eða rekast á ákveðna hluti eins og endurhleðslukristala eða fara yfir á annan skjá. Spilari getur spilað leikinn í hjálparham (Assist Mode).

Skjámynd úr leiknum

Á hverju þrepi leiksins bætist við virkni. Á hverju þrepi eru falið jarðarber sem safnað er saman með að leysa þrautir. Það eru einnig kasettur sem opna (aflæsa) öðru erfiðleikastigi, B-hlið á tilteknum þrepum. Ef allar B-hliðar eru unnar þá opnast aðgangur að C-hlið sem eru mjög erfið en stutt afbrigði af leiknum. Þegar spilari nær að fara yfir allar C-hliðir fær hann aðgang þannig að hann getur breytt virkni leiksins.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Skjámynd í leiknum.
Skjámynd úr leiknum. Gistihúsið
Skjámynd í leiknum. Kláfur stöðvast.

Ung stúlka Madeline að nafni ákveður að klífa fjallið Celeste þrátt fyrir varnaðarorð gamallar konu sem þar býr. Hún leggur á fjallið og klífur það í skamma hríð og ákveður svo að tjalda yfir nóttina. Þá dreymir hana að hún sjái dökkt endurvarp af sjálfri sér brjóta sér leið út úr spegli og skuggaveran sem Madeline kalla hluta af sjálfri sér reynir að stöðva ferð Madeline á fjallið fyrst með orðum en svo með gerðum.

Þegar Madeline vaknar heldur hún að gömlu gistihúsi á fjallinu en þar er draugalegur húsvörður Mr. Oshiro sem reynir að fá hana til að halda kyrru fyrir. Madeline vorkennir honum og hjálpar honum að leysa ýmis konar vandamál en verður svo þreytt á öllum tilraunum hans til að fá hana til að vera kyrr þarna að skuggaveran hluti af Madeline brýst út úr einum spegli gistihússins og býr til flóttaleið fyrir Madeline en móðgar í leiðinni Mr. Oshiro svo hann verður reiður og rekur Madeline út úr gistihúsinu.

Seinna hittir Madeline annan fjallgöngumann Theo að nafni. Þau nota fornan kláf (gondól) til að fara yfir gljúfur og þá birtist skuggaveran hluti af Madeline og kláfurinn stöðvast yfir gljúfrinu og Madeline fær hræðslukast en Theo róar hana. Þegar kláfurinn fer aftur á stað og kemur að hinum gljúfurbakkanum þar sem er fornt hof ákveður Theo að kanna hofin þrátt fyrir að Madeline sé því mótfallin. Það verður til þess að hann og síðan einnig Madeline festast inn í speglum hofsins.

Inn í ríki spegilsins hittir Madeline fyrir hluta af Madeline en sú síðastnefnda neitar að bera ábyrgð á þessum aðstæðum og heldur á brott svo Madeline verður óstudd að bjarga sjálfri sér og Theo.

Þegar Madeline og Theo hafa náð að flýja frá hofinu tjalda þau yfir nóttina. Madeline segir Theo frá hluta af Madeline og trúir honum fyrir geðrænum vandamálum sínum. Hún sofnar og dreymir að hún hitti hluta af Madeline og segir henni að hún standi fyrir allt sem hún Madeline verður að skiljast við. Við það reiðist hluti af Madeline og hún steypir Madeline sem við það vaknar og hrapar niður fjallið. Við rætur fjallsins hittir Madeline gamla konu sem segir henni að hluti af Madeline gæti bara verið hrædd og stingur upp á að Madeline reyni að tala við hana. Madeline fer að þessum ráðum og biður hluta af Madeline afsökunar næst þegar hún hittir hana og býðst til að vinna með hluta af Madeline í stað þess að hrekja henni burtu. Í fyrstu ræðst hluti af Madeline á hana vegna fyrrum viðhorfs Madeline til hennar en eftir að Madeline þreytir hana þá vægir hluti af Madeline og rennur saman við Madeline. Þær vinna núna saman að því að komast upp á fjallið og tekst það. Ári seinna fær Madeline bréf frá gömlu konunni sem biður hana að koma aftur til fjallsins og halda áfram að rannsaka leyndardóma þess.[1]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Celeste (video game)“, Wikipedia (enska), 7. september 2019, sótt 10. september 2019