Catherine Connolly
| Catherine Connolly | |
|---|---|
Catherine Connolly árið 2025. | |
| Forseti Írlands | |
Núverandi | |
| Tók við embætti 11. nóvember 2025 | |
| Forsætisráðherra | Micheál Martin |
| Forveri | Michael D. Higgins |
| Persónulegar upplýsingar | |
| Fædd | 12. júlí 1957 Galway, Írlandi |
| Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundin (frá 2006) Verkamannaflokkurinn (til 2006) |
| Maki | Brian McEnery (g. 1992) |
| Börn | 2 |
| Háskóli | Háskólinn í Leeds Háskólinn í Galway King's Inns |
Catherine Martina Ann Connolly (f. 12. júlí 1957) er írsk stjórnmálakona og núverandi forseti Írlands.
Hún hefur verið þingmaður (Teachta Dála) fyrir kjördæmi í Vestur-Galway frá þingkosningunum á Írlandi árið 2016. Hún var jafnframt forseti þingnefndar um írska tungu, írskumælandi héruð og eyjarnar frá 2017 til 2020 og borgarstjóri Galway frá 2004 til 2005.[1][2]
Connolly var varaforseti írska þingsins frá júlí 2020 til nóvember 2024.
Stjórnmálaferill í Galway
[breyta | breyta frumkóða]Connolly var kjörin í borgarstjórn Galway í fyrsta sinn í júní árið 1999 í vesturkjördæmi borgarinnar og síðan endurkjörin í austurkjördæmi hennar árið 2004.[3] Sama ár var hún kjörin borgarstjóri Galway.
Connolly sagði sig úr írska Verkamannaflokknum árið 2006, þegar henni var neitað um sæti á kosningalista flokksins með Michael D. Higgins í Vestur-Galway. Hún bauð sig sjálfstætt fram í þingkosningum Írlands árið 2007 og hlaut rúmlega 2.000 atkvæði. Systir hennar, Colette, sem er nú borgarfulltrúi í Galway,[4] var kjörin í borgarstjórn Galway í hennar stað þegar Connolly var kjörin á þing.[5]
Ferill í landsmálum
[breyta | breyta frumkóða]Connolly bauð sig fram á þing árið 2011 í Vestur-Galway[6] en tapaði fyrir Seán Kyle, frambjóðanda Fine Gael, með aðeins 17 atkvæðum. Hún fór fram á fulla endurtalningu[7] sem lauk fjórum dögum síðar en breytti ekki niðurstöðunni.[8]
Connolly var kjörin á þing fyrir kjördæmið í Vestur-Galway í þingkosningum Írlands árið 2016. Í jómfrúarræðu sinni gagnrýndi hún umhverfis-, samfélags- og sveitarstjórnarráðherrann Alan Kelly fyrir heimilisleysiskreppu á Írlandi[9] Connolly sat í ríkisreikninganefnd þingsins og var forseti þingnefndar um um írska tungu, írskumælandi héruð og írsku eyjarnar.
Connolly var endurkjörin í þingkosningum Írlands árið 2020.[10] Hún var kjörin varaforseti írska þingsins (Leas-Cheann Comhairle) þann 23. júlí 2023 í óvæntum sigri gegn frambjóðanda Fine Gael, Fergus O'Dowd, og var fyrsta konan til að gegna því embætti.[11]
Connolly bauð sig sjálfstætt fram í forsetakosningum Írlands árið 2025. Hún naut stuðnings helstu vinstriflokka Írlands, þar á meðal Sinn Féin, Jafnaðarmannaflokksins, Verkamannaflokksins, Fólksins á undan hagnaði, Græningja og Samstöðu. Connolly vann afgerandi sigur í kosningunum þann 25. október 2025 með 64 prósentum atkvæða.[12]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Connolly er upphaflega frá Shantalla en hefur búið í Claddagh frá árinu 1988. Hún er gift og á tvö börn. Hún er lögmaður en hefur einnig starfað sem klínískur sálfræðingur í Ballinasloe, Galway og Connemara. Connolly talar írsku reiprennandi.[13]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Catherine Connolly“. Oireachtas Members Database. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 júní 2019. Sótt 13 júlí 2019.
- ↑ „Connolly and Pringle join I4C in April 2016“. Oireachtas Éireann/Kildarestreet. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 apríl 2016. Sótt 21 apríl 2016.
- ↑ „Catherine Connolly“. ElectionsIreland.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 febrúar 2011. Sótt 27 febrúar 2011.
- ↑ „Galway City – Your Council“. Galway City Council. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 janúar 2021. Sótt 14 janúar 2021.
- ↑ „Colette Connolly – profile on WhoismyTD“. Who is my TD? (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 22 janúar 2021. Sótt 14 janúar 2021.
- ↑ „Galway West“. Election 2011. RTÉ. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 febrúar 2011. Sótt 28 febrúar 2011.
- ↑ „Connolly granted full recount in Galway West“. RTÉ. 1. mars 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2011. Sótt 1. mars 2011.
- ↑ „FG's Kyne wins final seat in Galway“. The Irish Times. 2. mars 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2011. Sótt 2. mars 2011.
- ↑ „Galway TD slams Minister Alan Kelly's arrogance over housing crisis“. Connacht Tribune. 5 apríl 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 apríl 2016. Sótt 6 apríl 2016.
- ↑ „General Election Results 2020 for Galway West“. Raidió Teilifís Éireann. 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 febrúar 2020. Sótt 14 janúar 2021.
- ↑ Thomas, Cónal (23 júlí 2020). „Independent TD Catherine Connolly elected Leas Cheann Comhairle in shock defeat for Government“. TheJournal.ie. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 júlí 2020. Sótt 23 júlí 2020.
- ↑ Rafn Ágúst Ragnarsson (25. október 2025). „Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi“. Vísir. Sótt 26. október 2025.
- ↑ „Galway can lead the State in voting for change this month“. Galway Advertiser. 11 febrúar 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2018. Sótt 17. desember 2018.
| Fyrirrennari: Michael D. Higgins |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||

