Carta marina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Carta marina (latína: Sjávarkort) er fyrsta landakortið af Norðurlöndum sem bæði sýnir nokkurn veginn eðlilega staðfræði og inniheldur staðarnöfn. Svíinn Olaus Magnus vann að kortagerðinni í Rómaborg í meira en 12 ár í sambandi við bók sína Historia de gentibus septentrionalibus (Saga norrænna þjóða). Carta marina var prentað 1539 í Feneyjum með stuttri lýsingu landanna á latínu, þýsku og ítölsku.

Kortið Carta marina teiknað af Olaus Magnus.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.