Carmageddon
Carmageddon er tölvuleikur gefinn út á Playstation árið 1999. Leikurinn var fyrsti leikurinn í leikjaseríu sem var þekkt fyrir mikið ofbeldi. Hann var byggður á myndinni Death Race 2000 frá árinu 1975.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Í Carmageddon keppir keppandinn á móti öðrum tölvukeyrðum keppendundum á stöðum eins og borgum, iðnaðarsvæðum, námum og fleirum stöðum. Keppandinn hefur ákveðið mikinn tíma til að klára keppnina en meiri tími fæst með því að skemma bíla keppenda, keyra á bónusa eða keyra yfir uppvakninga.
Keppnir eru kláraðar með því að annað hvort klára keppnina eins og í venjulegum bílakappakstursleikjum, eyðileggja bíla hinna keppendanna eða keyra yfir alla uppvakningana í borðinu - á undan öllum öðrum.
Framhaldsleikir
[breyta | breyta frumkóða]Leikurinn reyndist það vinsæll að út komu fleiri leikir. Þeir eru:
- Carmageddon II: Carpocalypse Now
- Carmageddon TDR2000
- Carmageddon TV (aldrei gefinn út vegna þess að Gizmondo's hætti)
- Carmageddon 64 (Nintendo 64)
- Carmageddon: Reincarnation (Nýr leikur, á að koma út 2012.)
Lok seríunar
[breyta | breyta frumkóða]SCi hafði upprunalega planað að leikurinn Carmageddon 4 kæmi út seint á árinu 2005 en hætti svo við það. Litlar sem engar fréttir voru um leikinn.