Caral-Supe-menningin
Útlit

Caral-Supe-menningin, líka þekkt sem Norte Chico-menningin, var forkólumbískt siðmenningarsamfélag um miðbik núverandi Perú. Blómaskeið Caral-Supe-menningarinnar var milli 4. og 2. árþúsundsins f.o.t. Elsta borgin, Huaricanga, var stofnuð um 3500 f.o.t.[1] Frá 3100 f.o.t. má sjá merki um umfangsmikla byggð og stór mannvirki.[2] Um 1800 f.o.t. hófst hnignunartímabil.[3] Caral-Supe-menningin er elsta þekkta siðmenningarsamfélag Ameríku og ein af sex vöggum siðmenningar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Mann, Charles C. (2006) [2005]. 1491: New Revelations of the Americas Before Columbus. Vintage Books. bls. 199–212. ISBN 1-4000-3205-9.
- ↑ Haas, Jonathan; Winifred Creamer; Alvaro Ruiz (23. desember 2004). „Dating the Late Archaic occupation of the Norte Chico region in Peru“. Nature. 432 (7020): 1020–1023. Bibcode:2004Natur.432.1020H. doi:10.1038/nature03146. PMID 15616561. S2CID 4426545.
- ↑ „Archaeologists shed new light on Americas' earliest known civilization“ (Press release). Northern Illinois University. 22. desember 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 febrúar 2007. Sótt 1 febrúar 2007.