Camel (hljómsveit)
Camel | |
---|---|
![]() | |
Upplýsingar | |
Uppruni | Guildford, Surrey |
Ár | 1971-1984, 1991- |
Stefnur | framsækið rokk, |
Meðlimir | Andrew Latimer, Colin Bass, Denis Clement, Peter Jones |
Fyrri meðlimir | Peter Bardens, Andy Ward, Doug Ferguson, Richard Sinclair, Mel Collins |
Vefsíða | http://camelproductions.com/ |
Camel er ensk framsækin rokkhljómsveit sem stofnuð var í Surrey árið 1971. Andy Latimer (gítar, söngur, flauta) er eini upprunalegi meðlimurinn í dag en upprunalega liðskipanin hélst til 1976 og gaf út 4 plötur. Camel hefur blandað inn ýmsum stílum í tónlistina eins og djass, popp, þjóðlagatónlist, raftónlist og klassík. [1]
Sveitin er einna þekktust fyrir instrumental-plötuna The Snowgoose (1975) sem komst á topp 30-plötulistann á Bretlandi. Tónleikar þar sem platan var spiluð með sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar voru haldnir í Royal Albert Hall.
Camel tók hlé eftir árið 1984 en þá höfðu vinsældir dvínað. Sveitin hélt áfram að starfa frá 1991. [2]
Sveitin náði aldrei miklum vinsældum en náði költ-stöðu. Tónlistarmenn eins og Steven Wilson [3], Mikael Åkerfeldt [4] og Rick Astley hafa lýst yfir aðdáun sinni á Camel. [5]
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Camel (1973)
- Mirage (1974)
- The Snow Goose (1975)
- Moonmadness (1976)
- Rain Dances (1977)
- Breathless (1978)
- I Can See Your House from Here (1979)
- Nude (1981)
- The Single Factor (1982)
- Stationary Traveller (1984)
- Dust and Dreams (1991)
- Harbour of Tears (1996)
- Rajaz (1999)
- A Nod and a Wink (2002)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Camel- Un sogno in tempi dispari Ondarock.it, sótt 22. maí 2025
- ↑ Camel biography Allmusic.com
- ↑ "Camel is no rock dinosaur". The Jerusalem Post, sótt 22. maí 2025
- ↑ "Michael Akerfeldt Of Opeth: 'I'm Very Picky With Songwriting' Ultimate Guitar, ótt 22. maí 2025
- ↑ "Rick Astley Reflects on His First Album, First Concert & the Music That Made Him". Billboard, sótt 22 maí 2025