Fara í innihald

Camel (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Camel
Upplýsingar
UppruniGuildford, Surrey
Ár1971-1984, 1991-
Stefnurframsækið rokk,
MeðlimirAndrew Latimer, Colin Bass, Denis Clement, Peter Jones
Fyrri meðlimirPeter Bardens, Andy Ward, Doug Ferguson, Richard Sinclair, Mel Collins
Vefsíðahttp://camelproductions.com/

Camel er ensk framsækin rokkhljómsveit sem stofnuð var í Surrey árið 1971. Andy Latimer (gítar, söngur, flauta) er eini upprunalegi meðlimurinn í dag en upprunalega liðskipanin hélst til 1976 og gaf út 4 plötur. Camel hefur blandað inn ýmsum stílum í tónlistina eins og djass, popp, þjóðlagatónlist, raftónlist og klassík. [1]

Sveitin er einna þekktust fyrir instrumental-plötuna The Snowgoose (1975) sem komst á topp 30-plötulistann á Bretlandi. Tónleikar þar sem platan var spiluð með sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar voru haldnir í Royal Albert Hall.

Camel tók hlé eftir árið 1984 en þá höfðu vinsældir dvínað. Sveitin hélt áfram að starfa frá 1991. [2]

Sveitin náði aldrei miklum vinsældum en náði költ-stöðu. Tónlistarmenn eins og Steven Wilson [3], Mikael Åkerfeldt [4] og Rick Astley hafa lýst yfir aðdáun sinni á Camel. [5]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Camel (1973)
  • Mirage (1974)
  • The Snow Goose (1975)
  • Moonmadness (1976)
  • Rain Dances (1977)
  • Breathless (1978)
  • I Can See Your House from Here (1979)
  • Nude (1981)
  • The Single Factor (1982)
  • Stationary Traveller (1984)
  • Dust and Dreams (1991)
  • Harbour of Tears (1996)
  • Rajaz (1999)
  • A Nod and a Wink (2002)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Camel- Un sogno in tempi dispari Ondarock.it, sótt 22. maí 2025
  2. Camel biography Allmusic.com
  3. "Camel is no rock dinosaur". The Jerusalem Post, sótt 22. maí 2025
  4. "Michael Akerfeldt Of Opeth: 'I'm Very Picky With Songwriting' Ultimate Guitar, ótt 22. maí 2025
  5. "Rick Astley Reflects on His First Album, First Concert & the Music That Made Him". Billboard, sótt 22 maí 2025