Morgunfrú
Útlit
(Endurbeint frá Calendula officinalis)
Morgunfrú | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Calendula officinalis L. |
Morgunfrú eða gullfífill (fræðiheiti Calendula officinalis) er jurt af körfublómaætt. Hún er einært sumarblóm uppruninn í Suður-Evrópu og verður um 40 — 60 sentimetrar á hæð. Mörg afbrigði hafa verið ræktuð af morgunfrúnni, bæði með einfaldar eða marfaldar körfur, oftast gular eða appelsínugular.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Jurtin hefur frá fornu fari verið notuð til lækninga, til að lita föt, í mat og snyrtivörur. Lauf og blóm eru æt og er blómum bætt í rétti sem krydd og í stað saffrans. Laufblöðin eru oft beisk á bragðið og eru notuð í salöt. Auðvelt er að rækta morgunfrúr á sólríkum stöðum.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Morgunfrú.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Morgunfrú.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Calendula officinalis.