Bútanþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bútanþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. densa

Tvínefni
Abies densa
Griff.
Samheiti

Abies spectabilis var. densa (Griff.) Silba
Abies fordei Rushforth

Abies densa (Bútanþinur) er barrtré í þallarætt. Hann er stundum talinn til Abies spectabilis sem afbrigði af honum (Abies spectabilis var. densa).

Hann finnst í Bútan, Kína, Indlandi, og Nepal, og telst ekki tegund í hættu af IUCN.

Stundum kallaður erlendis "Himalayan alpine fir", er Abies densa ríkjandi barrtré í efra barrtrjárbelti mið og austur Himalajafjalla frá Nepal, Sikkim, Bútan, og aðliggjandi Tíbet til Búrma (Myanmar) á milli 2800 og 3700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta er stórt tré, að 30 til 40 (stundum 60) m, með stofnþvermál að 2.5 m. Börkurinn rifnar í þykkar hyrndar plötur, ungar greinar eru ljós grágular, síðar grábrúnar til gráar. Barrið er að 4.5 sm langt, með nokkuð aftursveigðum jaðri. Könglarnir eru að 10 sm langir, bláleitt gráir eða dökkbláir til bláleitt brúnir, lengd hreisturblöðku er breytileg á milli einstaklinga (ekki útsæðar eða meira eða minna útstæðar, með beina eða aftursveigða enda). Stundum skellt saman við Abies spectabilis, tegundar með nokkuð vestrænni útbreiðslu, Abies densa er frábrugðinn honum á margan hátt, það er; barrið er styttra, mjórra, nokkuð aftursveigt, og minna silfurhvítt að neðan; Abies densa er einnig með smærri köngla með hreisturblöðkur tiltölulega lengri en á Abies spectabilis.[2]

Bútanþinsskógur umleikinn þoku
Greinar með könglum

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Zhang, D.; Christian, T.; Carter, G.; Farjon, A.; Liao, W.; Yang, Y. (2013). Abies densa. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42278A2969131. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42278A2969131.en. Sótt 16. nóvember 2021.
  2. Zsolt Debreczy; Istvan Racz (2012). Kathy Musial (ritstjóri). Conifers Around the World (1st. útgáfa). DendroPress. bls. 1089. ISBN 9632190610.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikilífverur eru með efni sem tengist