Burðardýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Burðardýr er húsdýr sem notað er til burðar. Burðurinn getur verið allavega, allt frá að flytja nauðsynjavörur frá kaupstað út í sveit, eða efnisburður þar sem ekki verður komið við venjulegum vinnuvélum, eins og t.d. þegar byggja á kirkju upp í bröttum hlíðum fjalls.

Burðardýr er einnig notað óformlega um mann sem flytur ólögleg fíkniefni (eða aðra smyglvöru) yfir landamæri gegn greiðslu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.