Burn Notice (6. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjötta þáttaröðin af Burn Notice var frumsýnd 14. júní 2012 og sýndir voru 18 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Scorched Eart Matt Nix Stephen Surjik 14.06.2012 1 - 81
Michael leitar um alla Miami að Anson sem finnst við efnaverksmiðju. Þegar Michael ætlar afhenda hann yfirvöldum þá opinberar Anson að hann hefur komið fyrir sprengju í verksmiðjunni. Á meðan er Fiona yfirheyrð af alríkisfulltrúanum Jason Bly.
Mixed Messages Alfredo Barrios, Jr. Jeffrey Donovan 21.06.2012 2 - 82
Til þess að fá heimsóknartíma með Fionu hefur Michael samband við Tom Card, leyniþjónustufulltrúann sem þjálfaði hann. Michael og Jesse aðstoða hann í að handtaka eiturlyfjasmyglara og óheiðarlegan DEA-fulltrúa.
Last Rites Ben Watkins Nick Gomez 28.06.2012 3 - 83
Fiona reynir að lifa af fangelsisdvölina eftir að hún kemst að því að ákveðnir aðilar vilja drepa hana. Á sama tíma aðstoðar Michael og liðið leyniþjónustufulltrúann Dani Pearce í að handtaka manninn sem drap unnusta hennar. Michael heimsækir Fionu og kemst að því hvaða fangavörður á hluti í samsærinu um að drepa hana.
Under the Gun Michael Horowitz Dennie Gordon 12.07.2012 4 - 84
Michael, Sam og Jesse ferðast til Everglades í leit sinni að fangaverðinum sem vill drepa Fionu. Finna þeir manninn látinn og Rebeccu sem vinnur fyrir Anson en hún rænir Sam. Á sama tíma þarf Fiona að koma pakka til samfanga síns og fær Maddie til þess að hjálpa sér.
Split Decision Ryan Johnson og Peter Lalayanis Scott Peter 19.07.2012 5 - 85
Tom Card býður Fionu samning um að vera uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna í þeim tilgangi að leysa hana úr fangelsi. Michael aðstoðar Rebeccu að vernda bróður hennar Trent frá yfirmanni mafíunnar sem telur að Trent eigi sökina á því að faðir hans lést í fangelsi.
Shock Wave Jason Tracey Renny Harlin 26.07.2012 6 – 86
Fiona er við það að vera laus úr fangelsi þegar fulltrúi bresku leyniþjónustunnar MI6 reynir að koma í veg fyrir það. Sam aðstoðar Barry á meðan Michael, Jesse, Pierce og Nate ferðast til Atlantic City í þeim tilgangi að handtaka Anson. Þátturinn endar á því að Nate og Anson eru drepnir og Fiona er leyst úr fangelsi.
Reunion Rashad Raisani Craig Siebels 02.08.2012 7 - 87
Sam og Jesse aðstoða Evan, son kærustu Sams sem á í vandræðum með okrara. Á sama tíma reyna Michael og Fiona að finna þann sem drap Nate.
Unchained Alfredo Barrios, Jr. Alfredo Barrios, Jr. 09.08.2012 8 – 88
Michael, Fiona og Sam aðstoða alríkislögregluna við að handtaka alræmdan mafíósa frá Boston. Jesse og Pierce vinna saman að því að finna þann sem seldi riffilinn sem var notaður til að drepa Nate.
Official Business Bridget Tyler Jonathan Frakes 16.08.2012 9 - 89
Fiona brýst inn í öryggisskáp fyrir leyniþjónustuna. Á sama tíma hafa Jesse og Sam fund með öryggisfyrirtækinu sem tengist leyniskyttunni sem drap Nate. Þátturinn endar á því að skyttan drepur forstjóra fyrirtækisins en rétt áður en hann deyr gefur hann Michael nafnið: Tyler Gray.
Desperate Times Craig O´Neill Renny Harlin 23.08.2012 10 - 90
Liðið finnur Tyler Gray í Panama og ferðast þangað í þeim tilgangi að finna hann. Þegar Michael finnur loksins Grey þá ljóstrar hann því upp að Tom Card skipulagði leiðangurinn með það að markmiði að drepa Michael og liðið.
Desperate Measures Michael Horowitz Stephen Surjik 08.11.2012 11 - 91
Liðið reynir að finna leið til þess að yfirgefa Panama en lenda upp á kant við alræmdam eiturlyfjasmyglara. Verður Michael að treysta Tyler Gray ef hann ætlar að flýja landið.
Means & Ends Jason Tracey Ron Underwood 08.11.2012 12 - 92
Á meðan liðið reynir að vera ósýnilegt gagnvart Card þá aðstoðar það Ayn vinkonu Fionu úr fangelsinu. Á sama tíma reynir Gray að sannfæra Card um að Michael og liðið séu dáin. Þátturinn endar á því að Card skýtur Gray fyrir framan Michael og Michael svarar með því að skjóta Card.
Over the Line Ben Watkins Marc Roskin 15.11.2012 13 - 93
Eftir að hafa drepið Card þá er Michael umkringdur af leyniþjónustufulltrúm undir stjórn Olivia Riley. Michael nær að flýja en Sam er handtekinn. Michael, Fiona og Jesse reyna að finna leið til þess að frelsa Sam og reynir Michael að útskýra fyrir Riley hvað gerðist í alvörunni.
Down & Out Saga: Daniel Tuch
Sjónvarpshandrit: Daniel Tuch og Matt Nix
Henry Bronchtein 29.11.2012 14 - 94
Olivia Riley yfirheyrir Maddie til þess að finna Michael. Sam kemst að því að felustaður þeirra hefur verið fundinn. Hefur liðið samband við smyglarann Colin Schmidt sem getur hjálpað þeim að komast úr landi sem þarfnast aðstoðar vegna sýrlensks leyniþjónustufulltrúa. Sam og Michael rekast á vegna samband Sams við kærustu sína.
Best Laid Plans Rashad Raisani Nick Gomez 06.12.2012 15 – 95
Sam heimsækir Elsu, sem segir honum að flýja með liðinu, þrátt fyrir að hún verður yfirheyrð af leyniþjónustunni. Schmidt segist geta aðstoðað liðið sem í vandræðum með birgir sinn. Á sama tíma biður Michael móður sína að tala við Barry svo hann geti villt um fyrir Riley en það fer út um þúfur þegar Riley handtelur Barry. Michael segir móður sinni að hún verður að flýja land með honum.
Odd Man Out Ryan Johnson og Peter Lalayanis Marc Roskin 13.12.2012 16 - 96
Liðið hefur vegabréf sín tilbúin en míkrókubburinn sem þau þurfa er staðsettur hjá öðrum smyglara að nafni Vanek. Michael, Schmidt, Fiona og Sam leita skjóls í yfirgefnu vöruhúsi þegar Vanek ræðst þau. Á sama tíma reynir Jesse að passa Maddie. Michael og Maddie heimsækja gröf Nate í síðasta sinn. Finnur Michael skilaboð frá gömlum vini.
You Can Run Craig O'Neill Nick Gomez 20.12.2012 17 - 97
Michael samþykkir að hitta Jason Bly sem býður honum samning sem Michael neitar. Reynir Michael í síðasta sinn að flýja land en Riley finnur þau sem endar með því að Jesse er handtekinn og Sam er skotinn.
Game Change Matt Nix Matt Nix 20.12.2012 18 - 98
Ástand Sams versnar og ákveður liðið að fara með hann til læknis sem nær að bjarga lífi Sams. Ráðist er á heimili lækninsins og kemst Michael að því að árásarmennirnir eru meðlimir eiturlyfjasamtaka. Michael hefur samband við Bly með þeim tilgangi að elta Riley sem á fund með yfirmanni samtakanna um borð í snekkju. Michael fer um borð og skipar Riley að viðurkenna hvað hún gerði, annars mun landhelgisgæslan sökkva bátnum. Þátturinn endar á því að liðið er leyst úr haldi eftir að Michael gerir samning við leyniþjónustuna.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]